Föstudagur 6. desember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Brautryðjendur í að öðlast jafnlaunavottun

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í tilefni þess að fram undan er ráðstefnan Rétt upp hönd, sem Félag kvenna í atvinnulífinu ásamt samstarfsaðilum standa fyrir 31. október næstkomandi heimsóttum við Auði Þórhallsdóttur, sviðsstjóra mannauðsmála hjá VIRK. Okkur lék forvitni á að vita meira um starfsemina og drifkraftinn innan fyrirtækisins sem nú þegar hefur öðlast jafnlaunavottun.

Segðu okkur aðeins frá aðdraganda og framkvæmdinni, leiðinni að því að fá jafnlaunavottunina. „Samkvæmt lögunum þarf starfsemi eins og VIRK, með 25 til 89 starfsmenn, ekki að ljúka jafnlaunavottunar fyrr en í árslok 2021. Við settum okkur strax það markmið að fá jafnlaunavottun ÍST 85:2012 eins fljótt og auðið væri eftir að lögin voru samþykkt, enda viljum við vera til fyrirmyndar í þessu sem og öðru.“ Auður segir að handtökin hafi verið hröð og verkefninu hafi strax verið hrundið úr vör. „Við vorum klók og pöntuðum úttekardag í mars 2018 um leið og við hófum vinnuna í nóvember 2017. Það setti á okkur ákveðna pressu og ekkert annað í boði en að „spýta í lófana“ og keyra þetta áfram. Í sannleika sagt hélt ég að þetta yrði ekki skemmtilegt verkefni en annað kom á daginn. Þegar vinnan var komin af stað var þetta bara þrælskemmtilegt og nauðsynlegt fyrir fyrirtæki að fara í gegnum þetta mikla lærdómsferli.“

Í sannleika sagt hélt ég að þetta yrði ekki skemmtilegt verkefni en annað kom á daginn.

Kynbundinn launamunur 1,1% konum í hag

„Lokaúttekt var svo gerð af BSI á Íslandi þann 6. apríl síðastliðinn þar sem engin frábrigði fundust og útskýrður kynbundinn launamunur hjá VIRK var 1,1% konum í hag.  Fyrirtæki fá ekki vottun frá BSI nema kynbundinn launamunur sé undir 5%. Við erum verulega stolt af því að vera brautryðjendur í að öðlast jafnlaunavottun fyrir fyrirtæki af þessari stærðargráðu,“ segir Auður og er stolt af sínu fólki.

Metoo – byltingin hafði áhrif á gerð jafnréttisættisáætlunar

Það má með sanni segja að þið séuð komin með ágætis reynslu á því hvað jafnlaunavottun gerir fyrir mannauðsstjórnun í fyrirtækjum, þar sem þið eruð fyrsta fyrirtækið í þessum stærðarflokki sem fékk þessa vottun. Hverju skilar það ykkur í starfseminni? „Segja má að þar sem við vorum með ISO 9001-vottun fyrir þegar vinnan hófst, stóðum við betur að vígi en þau sem ekki eru með neina gæðavottun. Það þurfti að ráðast í að útbúa margar nýjar stefnur og endurnýja aðrar eldri. Einnig þurfti að endurnýja allar starfslýsingar, flokka störfin sem hér eru unnin og semja svo viðmið, ásamt undir- og yfirviðmiðum. Síðan þurfti að setja prósentur og stig á starfaviðmiðin og segja má að þessi þáttur sé sá flóknasti í vottunarferlinu en jafnramt afar mikilvægur. Það er einnig gott að í ferlinu þarf að útbúa jafnréttisáætlun sem Jafnréttisstofa samþykkir sérstaklega. Inni í þeirri áætlun er mjög margt sem til dæmis tengist Metoo-byltingunni og skiptir fyrirtæki miklu máli. Þar má nefna kortlagningu á því hvernig tekið er á málum þegar upp kemur áreiti eða annað slíkt . Ég myndi segja að fyrirtæki standi mjög vel eftir að fara í gegnum þetta ferli og ég hvet fleiri til að drífa í þessari vinnu.“

Ímynd og orðspor VIRK skiptir máli

- Auglýsing -

„Okkur finnst mjög mikilvægt fyrir orðspor og ímynd VIRK að vera með jafnlaunavottun. Meginmarkmiðið er auðvitað að vinna gegn kynbundnum launamun, ég vil líka segja fjölmenningarlegum, og hver vill ekki vera þar? Það ætti að auka vellíðan starfsfólks að vita að faglegt og skýrt ferli sé á bak við ákvörðun launa hjá fyrirtækjum og þar séu gerðar úttekir reglulega af hálfu óháðs aðila, það er að segja vottunarstofu. Það gerir okkur vonandi líka að enn eftirsóknarverðari vinnustað. Vinnustaðamenning og líðan starfsfólks hjá VIRK skiptir okkur öllu máli og þar erum við stjórnendur mjög samstiga sem er svo frábært. Við mannauðsmælum einnig hjá okkur átta þætti annan hvern mánuð og þegar niðurstöður ligga fyrir leggjumst við stjórnendur yfir þær, allir sem einn!  Við greinum og leggjum okkur fram við að finna út hvað við getum gert betur. Við förum svo yfir þessar mælingar með starfsfólki og eigum samtal og fáum hugmyndir frá því hvað betur megi fara. Í heildina höfum við komið mjög vel út allt þetta ár, sem mikil ánægja er með.“

Meginmarkmiðið er auðvitað að vinna gegn kynbundnum launamun, ég vil líka segja fjölmenningarlegum, og hver vill ekki vera þar?

VIRK hástökkvari á milli ára

VIRK er eitt fimmtán fyrirtækja sem teljast til „Fyrirmyndarfyrirtækja“ í flokki meðalstórra fyrirtækja árið 2018, samkvæmt niðurstöðum könnunar VR en markmið hennar er að leita upplýsinga um viðhorf starfsfólks til vinnustaðar síns. Þar var VIRK hástökkvari milli ára í könnun VR og vænti Auður þess að einn þáttur í því sé að þau höfðu lokið jafnlaunavottuninni með glans. Telur þú að það skili árangri að veita viðurkenningar og draga fram í sviðsljósið fyrirtæki sem hafa ná markmiðum Jafnvægisvogarinnar? „Já, ég tel mjög jákvætt og hvetjandi að veita fyrirtækjum viðurkenningar fyrir metnaðarfulla og faglega starfsemi. Við erum mjög „keppnis“ hjá VIRK og fögnum því þegar við náum góðum viðurkenningum og settum markmiðum.“

- Auglýsing -

Vilja fleiri karla til starfa

Getur þú aðeins sagt okkur frá starfsmannasamsetningunni hjá ykkur? Eru margar konur í stjórnunarstöðum? „Framkvæmdastjórinn okkar er kona og allir sviðsstjórar eru konur. Hjá VIRK eru fimmtíu starfsmenn og þar af eru aðeins fjórir karlar og við erum alls ekki sátt við þennan mikla kynjahalla. Það hefur gengið afskaplega treglega að fá karlmenn til að sækja um, eins og hér er frábært að starfa. Við höfum reynt að útbúa starfsauglýsingu með þeim hætti að karlar væru sérstaklega hvattir til að sækja um, sem skilaði því miður ekki árangri.  Sem dæmi get ég líka nefnt að nýverið auglýstum við eftir ráðgjafa og í fimmtíu manna umsóknarhópi var ekki einn einasti karlmaður. En við erum virkilega að berjast í því að fá karla til starfa hjá okkur sem uppfylla menntunar- og hæfnikröfur þeirra starfa sem auglýst eru.“

Mynd/ Aldís Pálsdóttir 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -