Sunnudagur 15. september, 2024
6.6 C
Reykjavik

„Fúnkisstíll heillar mig mest“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jóhanna Kristín Gustavsdóttir er með BA í atvinnulífsfélagsfræði, er löggiltur fasteignasali og starfar hjá Landmark fasteignasölu.

Hún er gift og á tvær dætur, sú eldri er tvítug og yngri er tólf ára. Fjölskyldan á líka hundinn Kötu sem er af Papillion-tegundinni. Þau búa í fallegu parhúsi á Kársnesinu í Kópavogi.

Hvað heillar þig mest við starfið? „Það er hversu fjölbreytt það er og að fá að hafa samskipti við þverskurð af okkar samfélagi. Flestir eru að gera sín stærstu viðskipti á ævinni enda eru heimili fólks oftast það sem stendur því næst, fyrir utan fjölskylduna sjálfa. Það er því afar ánægulegt að að fá að aðstoða fólk við að selja sín heimili og finna því nýjan stað og upplifa þakklætið sem því fylgir.“

Geturðu lýst hefðbundnum vinnudegi hjá þér? „Hann byrjar á góðum kaffibolla og að fara út með hundinn. Síðan ræðst dagurinn af því hvað fyrir liggur en það getur til dæmis verið tilboðsgerð eða gagnaöflun um eign ef ég er að taka nýja eign í sölu eða þá að tala við kaupendur og seljendur ef eign hefur verið sýnd daginn áður. Vera viðstödd myndatöku á eign með ljósmyndaranum. Seinnihluti dagsins fer oft í að sýna eignir og vera með opin hús. Það sem gerir alla daga skemmtilega í starfinu er samstarfsfólkið mitt hjá Landmark sem er einstaklega flottur og samstiga hópur fagfólks.“

„Það er afar ánægulegt að að fá að aðstoða fólk við að selja sín heimili og finna því nýjan stað og upplifa þakklætið sem því fylgir.“

Hvað er það sem þér finnst gera heimili að heimili? „Að heimilið sé notalegt og öllum líði vel og finnist gott að koma heim eftir vinnu- eða skóladaginn og geta slakað á.

Geturðu lýst þínum stíl? „Hann er hlýlegur, klassískur og í skandinavískum og ítölskum stíl.“

Áttu þinn uppáhaldsarkitekt? „Högna Sigurðardóttir, hún var tímalaus í sinni hönnun og tók mikið mið af umhverfinu og náttúrunni. Þá er ég hrifin af hönnun Sigurðar Hallgrímssonar og Guðbjargar Magnúsdóttur en sem samtímahönnuðir skapa þau einstaklega heildstæð og falleg heimili.“

- Auglýsing -

Áttu þinn uppáhaldshönnuð? „Nei, ekki beint en ég er mjög hrifin af skandinavískum og ítölskum hönnuðum.“

Hvað hefur þig alltaf dreymt um að eignast en ekki eignast hingað til? ,,Nirvana, en ég væri samt til í mynd eftir Eggert Pétursson listmálara.“

Uppáhaldsliturinn þinn? „Fjólublár og margir jarðlitir.“

- Auglýsing -

Hvar líður þér best? „Heima hjá mér í faðmi fjölskyldunnar og vina. Það sakar ekki að vera að elda góðan mat.“

Hvað heillar þig mest við haustið? „Það eru haustlitirnir í náttúrunni og lyktin af haustinu. Þegar fer að rökkva bæti ég við fleiri kertastjökum og kveiki oftar á kertum.“

Svalasti veitingastaðurinn á Íslandi í dag? „Erfitt að segja, það eru svo margir svalir og flottir veitingastaðir á Íslandi í dag en ætli ég verði ekki að segja Sumac á Laugaveginum sem er með miðausturlenska- og norður-afríska matreiðslu. Frábær staður.“

Er einhver byggingarstíll sem heillar þig meira enn annar? „Fúnkisstíll heillar mig mest.“

Að lifa lífinu lifandi er að … „að njóta samverustunda með vinum og fjölskyldu og gera skemmtilega hluti saman. Þá má ekki gera lítið úr því að vera í gefandi starfi.

Mynd / Unnur Magna

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -