Miðvikudagur 9. október, 2024
1.1 C
Reykjavik

15 ára gamalt lag fær nýtt sjónrænt líf

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Út var að koma glænýtt myndband við 15 ára gamla klassík hljómsveitarinnar Bang Gang, Follow. Myndbandið er leikstýrt af Uglu Hauksdóttur og er gert í tilefni af afmæli útgáfu þriggja platna Bang Gang í fyrra og væntanlegri vínyl útgáfu þeirra á þessu ári.

Hér er á ferðinni klassískt aldamóta draum-pop af bestu gerð. Lagið sem hafði meðal annars hljómað í sjónvarpsþættinum „The O.C“ og nokkrum kvikmyndum er nú að fá nýtt sjónrænt líf, en aldrei hafði verið gert myndband við lagið. Ugla Hauksdóttir sem útskrifaðist úr Columbia nýverið var valin besti kvenleikstjórinn af Directors Guild of America fyrir stuttmyndina „How far she went“. Ugla hefur einnig starfað á Íslandi og leikstýrði þáttum í Ófærð 2.

Myndbandið er hluti af tríólógíu og segir Ugla að það var mjög sérstakt að gera tónlistarmyndbönd við lög sem komu út fyrir svona mörgum árum en á sama tíma fannst henni það virkilega spennandi. „Sjálf hef ég hlustað á Bang Gang síðan bandið gaf út sitt fyrsta lag og því hafa lögin lifað með manni í langan tíma.“

„Fyrir mér var mikilvægt að vinna með „legasíu” bandsins.“

Barði vildi gera eitt lag fyrir hverja plötu og hugmyndin að segja eina sögu í gegnum öll myndböndin spratt út frá því.

„Fyrir mér var mikilvægt að vinna með „legasíu” bandsins og bjó því til ímyndaða karaktera byggða á Barða og Esther Thalíu sem kynnast fyrst sem krakkar í Follow, eru síðan ástfangnir táningar í Sacred Things og loks fullorðin í Ghost from the Past þar sem leiðir skiljast. Þetta var skemmtileg leið til að setja skáldskapar-tvist á sögu bandsins og leika okkur með tímaflakk á milli þess sem plöturnar þrjár eru gefnar út,“ útskýrir hún.

Myndböndin eru öll skotin á sama tökustað með ákveðnri myndrænni endurtekningu, en standa þó líka ein og sér. Krakkarnir sem leika aðalhlutverkin eru: Óli Björn Arnbjörnsson og Ísold Davíðsdóttir Pitt og fara þau á kostum.

Hljómsveitin Bang Gang sem hefur einn fastan meðlim, Barða Jóhannsson, hefur gefið út fimm plötur og spilað um allan heim. Selt yfir tugi þúsunda af CD og vinyl auk þess að vera með milljónir af streymi á veitum.

- Auglýsing -

Platan Something Wrong var víða á listum yfir bestu plötur ársins 2003 m.a. í Frakklandi. Henni hefur verið lýst sem einni af helstu draumpopp (dreampop) plötum landsins.

Hér má finna plötuna Something Wrong á Spotify:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -