Benni Hemm Hemm hefur engu gleymt

Listamaðurinn Benni Hemm Hemm var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist Miklabraut. Lagið er grípandi með fallegum og melódískum útsetningum eins og Benna einum er lagið.

 

Þess má geta að Benni hefur verið að semja tónlist í rúman áratug en hann sló í gegn á íslensku indie-senunni með fyrstu plötum sínum Benni Hemm Hemm og Kajak.

Síðustu misseri hefur hann verið búsettur á Seyðisfirði en hefur nú snúið aftur á mölina. Miklabraut er fyrsta lagið af nýrri plötu Benna sem er væntanleg á næsta ári og sýnir vel að kappinn hefur engu gleymt.

Ekki missa af þessum

Annað áhugavert efni