Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ekki lengur óframfærinn og hræddur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lagið Einnar nætur gaman, var valið frumlegasta lagið í undankeppni Söngvakeppni framhaldsskólanna á Sauðárkróki árið 2011 og vakti töluverða athygli. Maðurinn á bakvið það, Bergþór Pálmi Smárason, segir að í kjölfarið hafi sér liðið eins og poppstjörnu en tveimur árum seinna hafi hann verið gleymdur. Nú, heilum níu árum síðar, hefur hann gefið lagið út að nýju og annað lag að auki.

„Það var draumi líkast að taka lagið „live“ uppi á sviði í Fjölbrautaskóla Norðurlandi vestra. Ég man að ég var í biluðu spennufalli eftir flutninginn og þegar lagið var valið frumlegasta lagið fékk ég í smásjokk,“ rifjar Bergþór Pálmi upp og játar að það hafi tekið svolítið á að fá alla þessa athygli.

Einn af dómurum keppninnar var útvarpsmaður frá FM957 og segir Bergþór að hann hafi komið þeim skilaboðum til sín að ef hann kæmi laginu í stúdíó þá ætti lagið klárlega heima á FM957. Annað hafi þó komið á daginn. Hann hafði farið með lagið í stúdíó og sent það á FM957, en aldrei heyrt frá þeim.

„Ég man að ég var í biluðu spennufalli eftir flutninginn og þegar lagið var valið frumlegasta lagið fékk ég í smásjokk.“

„Ég sendi lagið á allar helstu stöðvar en fékk engin svör. Heima á Króknum voru allir ánægðir með lagið, það var spilað í partíum og ég var beðinn um að mæta í teiti og taka lagið og komst varla út á lífið án þess að einhver bæði um að fá að taka það með mér. Á einu ári var ég orðinn poppstjarna í Skagafirði. En svo, um þrem árum seinna, var ég allt í einu búinn að vera, „has been“. Líklega óþekktasti „has-been“ á íslandi.“

Í leit að hamingju

- Auglýsing -

Nú ertu að blása nýju lífi í lagið, af hverju ákvaðstu að gera það núna níu árum seinna? „Ég vaknaði bara upp úr einhverju móki fyrir stuttu og hugsaði: Auðvitað er ég ekki að finna hamingju í einhverju sem ég vil ekki gera. Að skapa tónlist og syngja veitir mér ánægju. Ég henti laginu því á Spotify, til að blása nýju lífi í það en þó meira til að eltast við hamingjuna. Ég áttaði mig líka á því að ég hafði aldrei náð að koma mér á framfæri á sínum tíma af því að ég þorði ekki að gefa mig allan í það, var hræddur við að vera berskjaldaður.“

Tónlistarmaðurinn Bergþór Pálmi Smárason, eða Beggi Pálmó, var að senda frá sér lagið Einnar Nætur Gaman og undirbýr nú útgáfu fleiri laga. Mynd / Inga Björk Matthíasdóttir

Er von á meira efni frá þér? „Ég sit á stórum bunka af lögum sem ég hef samið í gegnum árin og nú er ég að undirbúa það að koma þeim í upptöku,“ segir hann upprifinn, en eitt af þessum umræddu lögum kom út í dag og heitir Hennar Ást. „Lagið er ekkert ósvipað Einnar Nætur Gaman,“ segir hann, „en bæði textinn og andrúmsloftið í laginu er þó þyngra, því það fjallar meðal annars um óendurgoldna ást.“

Ætlar að læra af mistökunum

- Auglýsing -

Hann segist auk þess liggja á lagi sem hann vonast til að geti orðið góður og hressandi sumarsmellur, sem muni rífa fólk upp úr amstri hversdagsins. „Svo ætla ég að læra af því sem ég gerði eða gerði ekki hér áður og leggja mig meira fram. Vera óhræddari við að trana mér fram jafnvel þótt ég verði aldrei vinsæll eða frægur eða ástsæll meðal þjóðarinnar þá vil ég geta litið til baka og sagt með sanni að ég hafi reynt allt.“

Texti / Sigrún Guðjohnsen
Mynd / Inga Björk Matthíasdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -