- Auglýsing -
Hljómsveitin Ryba var að senda frá sér splunkunýtt lag sem ber heitið Stalker.
Í laginu Stalker vinnur Ryba upp úr „sömplum“ og hljóðum úr nærumhverfi sínu og með margar svokallaðar „cut-ups“-aðferðir sem mynda hljóðheim lagsins.
Ryba samanstendur af góðum hópi tónlistarfólks úr jaðarsenunni á íslandi. Heimir Gestur Valdimarsson syngur og spilar á gítar, Laufey Soffía Þórsdóttir (Kælan Mikla) syngur, Andri Eyjólfsson (ANDI) sér um rafhljóð, Baldur Hjörleifsson spilar á bassa, Kormákur Jarl Gunnarsson á Moog-hljóðgervil og Sigurður Möller Sívertsen (Grísalappalísa), spilar á trommur.
Stalker er fyrsti „singúllinn“ af væntanlegri plötu sveitarinnar sem kemur út um næstu jól. Lagið er komið á allar helstu streymsiveitur.