Sin Fang í alls konar aðstæðum

Deila

- Auglýsing -

Sindri Már Sigfússon hefur svo sannarlega komið víða við á löngum og glæstum tónlistarferli en hann gengur yfirleitt undir nafninu Sin Fang.

Margir kannast einnig við kappann úr hljómsveitinni Seabear sem hefur gert garðinn frægan víðs vegar um heiminn. Fyrir ekki svo löngu sendi hann frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið Hollow. Myndbandið er einkar glæsilegt en þar sést Sindri í allskonar skemmtilegum aðstæðum og meira að segja neðansjávar. Myndbandið er unnið af Ingibjörgu Birgisdóttur og er mikil snilld, sjón er sögu ríkari.

- Advertisement -

Athugasemdir