Miðvikudagur 11. september, 2024
5.8 C
Reykjavik

Sólborg sýnir sínar viðkvæmustu hliðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Sólborg Guðbrandsdóttir, eða SUNCITY, var að senda frá sér nýtt lag, Naked. Lagið er samið af Ölmu Goodman, Klöru Elias, Glashaus bræðrum og Jóhannesi Ágústi. Albumm náði tali af Sólborgu og fékk að forvitnast um ferilinn, tónlistina, draumana og nýlega undirritaðan samning við bandarískan tónlistarrisa.

Blaðamaður Albumm byrjar á að spyrja út í nýja lagið og Sólrun brosir og segist vera búin að að vinna í því í ár, það sé því gott að geta loksins komið því frá sér. En hvers konar lag er Naked? „Það fjallar um það hvenær maður er raunverulega nakinn,“ svarar hún, „ekki bara þegar maður klæðir sig úr fötunum, heldur þegar maður leyfir fólki að sjá sínar viðkvæmustu hliðar. Þegar ég er berskjölduð og óörugg, lítil í mér og hrædd við heiminn, það er þá sem ég er raunverulega nakin og það eiga ekkert allir skilið að fá að kynnast þeirri hlið á mér.“

Þetta er í fyrsta sinn sem þú gefur út efni undir nafninu SUNCITY. Hvernig kom sú nafngift til? „Mig langaði að leikar mér aðeins með nafnið mitt og breyta því og SUNCITY er bara beinþýðing á því.“

„Þegar ég er berskjölduð og óörugg, lítil í mér og hrædd við heiminn, það er þá sem ég er raunverulega nakin og það eiga ekkert allir skilið að fá að kynnast þeirri hlið á mér.“

Óhætt er að segja að Sólborg hafi í nógu að snúast því fyrir utan tónlistina starfar hún sem fyrirlesari og heldur úti síðunni Fávitar á Instagram sem er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi. Hún vinnur líka að kyn- og kynjafræðslubók sem kemur fyrir næstu jól og fyrir ekki löngu undirritaði hún samning Sony Music. Hvernig kom eiginlega til að hún undirritaði samning við eitt stærsta útgáfufyrirtæki heims? „Sony komst yfir demó af tónlist sem ég var að vinna í,“ svarar hún. „Í kjölfarið vildu þeir gera samning við mig.“

Er plata í vinnslu? „Ég er allavega að vinna í nýrri tónlist ásamt frábæru tónlistarfólki og hlakka til að gefa hana út og leyfa fólki að heyra. Hvort þetta endar sem plata eða ekki verður bara að koma í ljós,“ segir hún leyndardómsfull. „Það er allavega nóg af efni á leiðinni.“

Spurð hvort stefnan sé sett á útlönd kinkar hún kolli og segir að svo sé. Það hafi alltaf verið langtíma markmið. „Mig hefur dreymt um það síðan ég var krakki,“ segir hún. „Mig langar líka að vinna við tónlist á Íslandi. Maður tekur bara eitt skref í einu,“ segir hún og brosir.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -