Þriðjudagur 3. desember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Flugslysið í Skerjafirði breytti lífi Gunnars á Völlum: „Örlagagyðjan var við hliðina á mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í útvarpsþættinum Segðu Mér var fjölmiðlamaðurinn og viðskiptastjórinn Gunnar Sigurðarson, oft kallaður Gunnar á Völlum, til viðtals og fer þar yfir víðan völl.

Í þættinum ræðir hann meðal annars um að hafa breytt lífi sínu árið 2000 í kjölfar flugslyssins í Skerjafirði. Í því létust allir sex farþegar flugvélar sem var að fljúga frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur eftir Þjóðhátíð.

„Fyrir 25 árum tek ég mjög meðvitaða ákvörðun að ég ætla aldrei að særa fólk. Það má ekki,“ sagði Gunnar í viðtalinu og spurður nánar út í málið. „Það er erfitt að segja frá þessu. Þetta er eftir Skerjafjarðarflugslysið, þá tek ég þá ákvörðun að ég er hættur að vera vondur við fólk. Ég var ekki vondur, kannski grimmur. Lét fólk heyra það og töffaraskapast eins og ungur maður en ég ákvað að hætta því alveg.“

Gunnar útskýrir svo að hann hafi upphaflega átt að vera í flugvélinni sem hrapaði en á endanum farið í aðra flugvél.

„Ég var með sama flugfélagi og ég sá miðaróteringuna hverjir fóru í hvaða flugvél. Þannig að ég sá að ég var með þessum hópi sem að fór og ég tók við stjórnvölinn og mér finnst að ég hafi orðið til þess að ég var ekki í þeirri flugvél. Ég var að stýra og benda fólki og taka einhverja stjórnvöl og svo fékk ég bara grimmt sjokk. Svo gerðist þetta. Við erum í loftinu á sama tíma og þetta gerist og ég hef aldrei orðið eins flughræddur og í þeirri flugvél út af því að hún missti hæð. Þá held ég að ég hafi verið á sama tíma og hin fór niður. Örlagagyðjan var við hliðina á mér, ég leit á þetta sem annan séns. Ég ákvað það af því að ég var láta einhvern hinu megin heyra það. Héðan í frá er ég ekki að segja neitt slæmt við annað fólk.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -