Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Bandarískur trúður festist á Íslandi vegna hryðjuverka: „Trúðaskórnir farnir að meiða hann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Trúður þurfti nýja skó hjá Rauða Krossinum árið 2001

Trúðurinn Brady Bradshaw var fastur á Íslandi í september árið 2001 vegna þess að öllu flugi til Bandaríkjanna var um tíma frestað. Ástæða þess var hryðjuverkaárásin í New York 11. september sama ár.

„Maðurinn heitir Brady Bradshaw og ferðaðist í fullum trúðaskrúða því hann vildi koma börnum sínum á óvart þegar þau tækju á móti honum  í New York. Hann gerði hins vegar ekki ráð fyrir svona löngu ferðalagi og því voru trúðaskórnir farnir að meiða hann,“ sagði Herdís Sigurjónsdóttir, neyðarvarnarfulltrúi hjá Rauða krossinum við DV um málið.

„Hann langaði mest í köflótta flókaskó sem því miður voru ekki til í hans númeri. Í staðinn valdi hann þægilega inniskó. Sagðist hann verða okkur ævinlega þakklátur vegna þessa,“ sagði Herdís að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -