Þriðjudagur 21. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Hjón gáfust upp að vinna fyrir Ólaf Ragnar: „Megum ekki tjá okkur um starfið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjón sem voru ráðin sem ráðsmenn á Bessastöðum gáfust upp á verkefninu eftir hálft ár í starfi en Fréttablaðið greindi frá þessu árið 2003.

„Konunni minni fannst þetta allt of mikil vinna og mér reyndar líka,“ sagði Sigurður Einarsson matreiðslumeistari við Fréttablaðið árið 2003 en Sigurður og eiginkona hans hættu með stuttum fyrirvara. „Það varð að samkomulagi að við hættum en annars erum við bundin þagnarskyldu og megum ekki tjá okkur um starfið eða ástæður þess að við hættum.“

„Fólk kemur og fer hér eins og annars staðar,“ sagði Stefán Lárus Stefánsson, þáverandi forsetaritari. „Á Bessastöðum er tekið á móti sex þúsund manns á ári og því fylgja sannanlega mörg handtök. Þetta er og hefur alltaf verið mikil vinna,“ en hjónin Jóhann Gunnar Arnarsson og Kristín Ólafsdóttir voru ráðin þegar Sigurður og frú hættu.

Jóhann var menntaður þjónn og danskennari og Kristín blómskreytingarmeistari en þau höfðu rekið saman Blómaverslun Akureyrar fjögur árin á undan. „Við förum suður strax og við höfum selt blómabúðina. Það ætti að ganga fljótt og vel fyrir sig því þetta er góður og traustur rekstur,“ sagði Jóhann Gunnar við Fréttablaðið. „Ég hef bæði mikla reynslu í matreiðslu og framreiðslustörfum enda verið við hótelstörf um áratugaskeið; verið hótelstjóri bæði á Flúðum og á Núpi í Dýrafirði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -