Miðvikudagur 15. maí, 2024
7.8 C
Reykjavik

Læknar fundu bandorm, lirfur og egg í þörmum Þórhalls: „Veldur gjarnan ofsahræðslu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hásetinn Þórhallur Þórðarson var lagður inn á sjúkrahúsið á Neskaupstað sárkvalinn af kviðverkjum sem höfðu staðið yfir í þrjá daga árið 2003.

Greindu læknar á staðnum hann með sprunginn botnlanga og var Þórhallur skorinn upp vegna þess. Það kom hins vegar í ljós að botnlanginn var í fínu lagi og reyndist um sýkingu nærri botnlanga að ræða. „Þegar í ljós kom að botnlanginn var í lagi fór læknirinn að skoða nánar í kviðarholið og kom þá í ljós sýking í þörmum. Ákveðið var að skera þá meinsemd í burtu og þá uppgötvaðist að ormur hafði tekið sér bólfestu í mér. Í þörmum mínum var auk ormanna að finna lirfur og egg,“ sagði sjómaðurinn við Fréttablaðið árið 2003 og var talið líklegt ormurinn hafi tekið sér bólfestu í Þórhalli þegar hann borðaði hrá loðnuhrogn þegar hann var úti á sjó.

„Mér skildist að fátítt væri að maður væri hýsill fyrir orm af þessu tagi. En ég er því fegnastur að hafa fengið bót vegna þessa,“ sagði Þórhallur um málið.

Sigurður Blöndal læknir skar Þórhall upp og staðfesti hann sögu sjómannsins. „Hann var með klassísk einkenni botnlangabólgu. Ég sá strax þetta sýkta svæði og fjarlægði meinsemdina. Mér skilst að meinafræðingar hafi séð orminn,“ og sagði Sigurður að aðgerðina hafi heppnast vel og Þórhallur yrði fljótur að ná sér.

Haraldur Briem, þáverandi sóttvarnalæknir, sagði ormurinn skjóti sér stundum niður í fólk án þess að það sé þörf á aðgerð. „Stundum gengur hann niður af fólki með hægðum og veldur þá gjarnan ofsahræðslu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -