Miðvikudagur 24. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Alfreð Þorsteinsson látinn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Alfreð Þorsteinsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og stjórnarformaður Orkuveitunnar, lést í nótt, 76 ára að aldri.

Alfreð skilur eftir sig eiginkonu, Guðnýju Kristjánsdóttur, tvær dætur, Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra, og Lindu Rós stjórnarráðssérfræðing, og barnabörn.

Alfreð varð varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins árið 1970, en tók við sem aðalmaður árið 1971 þangað til árið 1978. Var hann varafulltrúi frá 1986-1994, en sat síðan fyrir Reykjavíkurlistann þangað til 2006 og var hann sagður límið í flokknum.

Alfreð var blaðamaður á Tímanum frá 1962-1977 og skrifaði meðal annars mikið um íþróttir. Þá varð hann forstjóri Sölu varnaliðseigna til 1995 þegar hún var lögð niður.

Alfreð var heiðursfélagi knattspyrnufélagsins Fram, enda uppalinn Framari, og gengdi hann fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir félagið. Hann var formaður knattspyrnudeildar 1965-1966 og sat í aðalstjórn Fram í fjölmörg ár. Var tvisvar formaður Fram; 1972-1976 og 1989-1994. Á fyrra tímabilinu í formannatíð Alfreðs flutti félagið í Safamýrina og á seinna tímabilinu var íþróttahúsið byggt með félagsaðstöðu. Alfreð var gerður heiðursfélagi Knattspyrnufélagsins Fram á 90 ára afmælishátíð félagsins 1998.

Mannlíf vottar aðstandendum Alfreðs samúð.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -