Þriðjudagur 19. mars, 2024
0.8 C
Reykjavik

Angelina Jolie skrifar í tilefni alþjóðadags flóttamanna: „Það sem við skuldum flóttamönnum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Angelina Jolie leikkona og leikstjóri skrifar leiðara í bandaríska tímaritið Time Magazine í tilefni af alþjóðadegi flóttamanna í dag, 20. júní. Jolie er auk starfa sinna í kvikmyndabransanum sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn.

Hún hefur pistilinn á eftirfarandi orðum:

„Hvað dettur þér í hug þegar þú hugsar um flóttamann? Þú hugsar þér líklega ekki Evrópubúa. En ef þú varst Seinni heimstyrjaldar-barn sem spurðir foreldra þína um hverjir flóttamenn væru, þá hefðu þeir líklega lýst einhverjum frá Evrópu.“

Meira en 40 milljónir Evrópubúa þurftu að flýja heimili sín í heimstyrjöldinni síðari. Jolie minnir á að það var fyrir þá sem flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna var upphaflega stofnuð.

„En þessu gleymum við. Sumir þeirra leiðtoga sem tala mest gegn flóttamönnum eru að tala fyrir hönd landa sem þurftu mikla hjálp alþjóðasamfélagsins vegna flóttamanna þaðan.“

Hún lýsir því sem eðlilegu viðbragði við átökum eða ofsóknum að koma sjálfum sér og börnum sínum í öruggt skjól. Flóttamenn kjósi að yfirgefa átök og hjálpa til við  enduruppbyggingu landa, eitthvað sem beri að virða.

Því veltir Jolie því fyrir sér af hverju orðið flóttamaður hafi svona neikvæðar skírskotanir á okkar dögum. Hvers vegna séu stjórnmálamenn kosnir út á loforð um að loka landamærum?

- Auglýsing -

Hún minnir á að samkvæmt alþjóðalögum sé hreinlega skylda að hjálpa flóttamönnum og bendir á að sum fátækustu lönd heims hafi verið hvað duglegust að taka við flóttamönnum. Í Líbanon sé sjötta hver manneskja flóttamaður og yfir milljón flóttamenn séu í Úganda, bláfátæku Afríkuríki.

Jolie hóf að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar að málefnum flóttamanna fyrir átján árum, þegar flóttamenn voru um 40 milljónir. Núna eru þeir um 70 milljónir – þar af um helmingur börn.

En þótt reglulverk sé til staðar þá „beita aðildarlönd verkfærum og aðferðum Sameinuðu þjóðanna eftir hentisemi. Hinn sári sannleikur er að ríki forgangsraða ósjaldan viðskiptahagsmunum fram yfir mannslíf.“

- Auglýsing -

Svo verði þreyta til þess að athygli heimsins er farin annað áður en búið er að koma á stöðugu ástandi á stríðshrjáðum svæðum, leiti eftir ómannúðlegum friðarsamningum og hunsum að mestu þátt loftslagshamfara þegar kemur að flóttamönnum.

Loks vísar Jolie í upphafsorð greinarinnar þegar hún minnir okkur á að „fjarlægðin á milli flóttamanna fortíðarinnar og okkar sjálfra er styttri en við höldum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -