Föstudagur 20. september, 2024
8.8 C
Reykjavik

Graham Norton varð fyrir hnífaárás áður en hann varð frægur: „Ég vissi ekki að ég væri að deyja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Verðlaunagrínistinn, leikarinn og spjallþáttastjórnandinn geðþekki, Graham Norton komst nærri dauðanum, áður en hann varð frægur.

Graham, sem lýsti Eurovision á BBC í gærkvöldi, var stunginn, rændur og skilinn eftir til að deyja á götum Lundúna á níunda áratug síðustu aldar.

„Ég vissi ekki að ég væri að deyja, ég fattaði það ekki fyrr en seinna, og þetta er svo ekki líkt mér en ég man að ég sagði við þessa litlu gömlu konu „viltu halda í höndina á mér“,“ sagði Norton í podcasti. síðasta ár en Mirror fjallaði um þetta í dag.

„Og það var svipur á andliti hennar sem sagði „ó vil ég halda í höndina á honum?“ en hún gerði það og rétti fram höndina. Ég hélt í höndina á henni og ég held að þetta sé eitthvað svo djúpt innra með okkur og það hvetur svo mikið í okkur líf að við viljum ekki deyja ein.“

„Ég held að svo margar ákvarðanir í lífi okkar, eins og að eiga maka og eignast börn, snúist um að vera ekki ein þegar við deyjum. Þetta snýst um að hafa einhvern til að halda í höndina á þér. Það gaf mér mjög gott viðhorf varðandi áhættur og að gera mistök, vegna þess að ef þú hugsar um verstu mögulegu útkomuna, þá jafnast engin mistök við það að deyja. Ég mæli ekki með því að neinn geri það en fyrir mig var þetta mjög gagnleg og kraftmikil lífslexía.“

Hinn 61 árs gamli grínisti fæddist árið 1963 í Dyflinni sem Graham William Walker og þráði alltaf að verða leikari. Þess í stað fann hann köllun sína í uppistandi snemma á tíunda áratugnum, og heillaði áhorfendur á Edinborgarhátíðinni árið 1992, klæddur eins og engin önnur en Móðir Teresu, að því er Wales Online greinir frá.

- Auglýsing -

Á tíunda áratug síðustu aldar lék Graham svo í þó nokkrum grínþáttum, þar á meðal í hinum gríðarvinsælu þáttum, Father Ted. Frá árinu 2007 hefur hann stjórnað spjallþættinum The Graham Norton Show við feikilegar vinsældir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -