Fimmtudagur 25. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Brotist inn á skrifstofur Mannlífs í nótt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Brotist var inn á skrifstofur Mannlífs í nótt, tölvur teknar og öllum greinum af vefnum eytt út.

Í gær var brotist inn í bíl ritstjórans, Reynis Traustasonar, teknir lyklar og aðrar eignir hans.

Reynir kom að bílnum þar sem hann var lagður í stæði fyrir neðan Úlfarsfell. Búið var að brjóta rúðu og taka meðal annars lykla, úlpu, hundabúr og göngubúnað.

Fjöldi bíla voru í stæðunum, enda var Reynir í sinni vikulegu ferð á Úlfarsfell með gönguhóp. Einungis var brotist inn í bíl Reynis. Aðrir bílar voru ósnertir.

Morguninn eftir kom í ljós að lyklarnir úr bílnum hefðu verið notaðir til að komast inn á skrifstofur Mannlífs, en taka skal fram að það eru engin opinber gögn um það hvar skrifstofurnar eru staðsettar.

Teknar voru bæði tölvur ritstjóra og gæðastjóra. Ekkert var brotið né bramlað og engin önnur verðmæti en tölvurnar voru tekin, en í nótt var öllum greinum Mannlífs eytt út af síðunni.

- Auglýsing -

Lögreglan er nú með málið í rannsókn og eru taldar góðar líkur á því að glæpamennirnir finnist en Mannlíf hefur setið undir hótunum síðustu daga. Ennþá er unnið í því að endurheimta greinar síðastliðinna sex daga. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -