Fimmtudagur 20. júní, 2024
7.7 C
Reykjavik

Drakk fyrst áfengi 28 ára

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óskar Einarsson, tónlistarstjóri Lindakirkju og Fíladelfíu, hefur ætíð nóg á sinni könnu og má þar nefna gospeltónleika í Fíladelfíu 30. maí. Einnig verða kórtónleikar í Lindakirkju annan í hvítasunnu, 10. júní. Við fengum Óskar til að deila nokkrum staðreyndum um sjálfan sig.

1. Þegar ég var 12 ára að hlusta á kassettu með gospeltónlist Andrae Crouch tók ég ákvörðun um að ég ætlaði að verða tónlistarmaður. Fékk síðan mörgum árum síðar að starfa með honum á að minnsta kosti sex tónleikum hérlendis, í Noregi og Bandaríkjunum.

2. Ég á þrjú yngri systkini en þegar ég var 10 ára eignaðist ég bróður sem lifði aðeins í 21 dag.

3. Varð hrifinn af konunni minni af ljósmynd áður en ég hitta hana í Noregi. Höfum verið saman núna í 33 ár.

4. Ég var orðinn 28 ára þegar ég drakk fyrst áfengi en var þá í Danmörku á jazznámskeiði. Það var 30 stiga hiti og ekki einu sinni drykkjarhæft vatn í boði þannig að ég „neyddist“ til að fá mér bjór.

5. Ég spilaði í fyrsta sinn inn á útgefna kasettu, sem Hjálpræðisherinn gaf út, þegar ég var 12 ára og söng einsöng eitt lagið. Spilaði frá þeim aldri hvern einasta sunnudag í sunnudagaskóla á píanó fram til 24 ára aldurs en þá flutti ég frá Akureyri til Reykjavíkur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -