Föstudagur 6. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Ellefu ára stúlka lést er hún reyndi að bjarga hvolpi sínum úr eldsvoða: „Hún var gleðisprengja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ellefu ára stúlka í Georgíuríki Bandaríkjanna lést þegar hún reyndi að bjarga hvolpi sínum þegar eldur kviknaði í heimili fjölskyldu hennar.

Katelynn Simond og hvolpur hennar, Little Man létust bæði í eldsvoðanum þrátt fyrir hetjulega tilraun Katelynn við að bjarga hvolpinum. Eldurinn kviknaði á laugardaginn í borginni Griffin í Spalding sýslu í Georgíu, að því er fram kemur í frétt Fox 5 Atlanta.

„Hún hafði áhyggjur af hundinum sínum sem var á efri hæðinni, og hljóp upp,“ sagði stjúpfrændi hennar Charles Beecher í samtali við fjölmiðilinn. „Katelynn er eins og við, dýravinur. Hún fór upp og sótti hvolpinn.“

Hann sagði að frænka sín hefði „alltaf verið með bros á andliti sínu“. Og bætti við: „Það er það sem ég mun sakna. Hún var gleðisprengja. Hún var klappstýra. Hún hafði áhuga á öllu. „Það er erfitt að vita að ég mun ekki sjá hana aftur,“ sagði Beecher við Fox 5 Atlanta. Þetta er erfitt. Ég meina, 11 ára gömul. Líf hennar lauk allt of snemma.“

Stúlkan bjó með móður sinni, stjúpföður og bróður, samkvæmt WSB-TV.

- Auglýsing -

„Stjúppabbi hennar og stjúpfrændi reyndu að fara á eftir henni en tókst það ekki. Þeir komust ekki inn,“ sagði stjúpfrænka hennar Tressia Perry við WSB-TV og bætti við: „Fjölskyldan á erfitt núna. Hún er að ganga í gegnum erfiðan tíma. Vist hennar á þessari jörð var of stutt en fjölskylda henna mun lifa með þessu það sem eftir er ævi hennar.“

Það var um klukkan hálf sex á laugardag sem slökkvistöð Spalding sýslu fékk tilkynningu um brunann, samkvæmt slökkviliðsstjóranum Mike Byrd.

Heimili fjölskyldunnar

„Þegar við fengum símtalið var eldsvoðinn langt genginn. Við sáum eldinn frá meira en kílómetra fjarlægð,“ sagði hann við sjónvarpsstöðina og bætti við að slökkviliðsmennirnir hefðu vitað að einhver væri fastur á efri hæðinni. Þegar þeir fundu stúlkuna var það um seinann, sagði Byrd.

- Auglýsing -

Einn slökkviliðsmaður slasaðist og var fluttur á sjúkrahús. Ekki grunur um að nokkuð saknæmt hafi leitt til brunans en orsökin eru nú rannsökuð.

Fjölskylda Katelynn og nágrannar hafa reist minnisvarða fyrir utan heimili fjölskyldunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -