Föstudagur 3. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Fullur milljarðamæringur drukknaði eftir að hafa bakkað í tjörn – Hringdi í örvæntingu í vinkonu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mágkona Mitch McConnell, var drukkin þegar hún bakkaði óvart bíl sínum ofan í tjörn í síðasta mánuði og drukknaði, samkvæmt lögreglunni.

Angela Chao, milljarðamæringur og mágkona þingflokksformanns Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum, Mitch McConnell lést í síðasta mánuði er hún bakkaði Teslunni sinni fyrir slysni ofan í tjörn á landi búgarðs í Texas. Lögreglan hefur nú tilkynnt að áfengi fannst í blóði hennar við krufningu. Kemur þetta fram í frétt The New York Post.

Blessuð sé minning hennar.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni í Blanco-sýslu sem birtist í gær, var áfengismagn í blóði Chao, nærri því þrefalt meira en leyfilegt er í Texas-fylki, þegar hún bakkaði bíl sínum í tjörn er hún reyndi að snúa bílnum við. Sagði lögreglan andlátið hafa verið „óheppilegt slys“.

Harmleikurinn gerðist þann 10. febrúar þegar Chao, sem var fyrrverandi forstjóri sjóflutningsfyrirtæksisins Foremost Group, var að skemmta sér með sjö vinkonum sínum á 4.500 hektara einkalandi í Texas Hill Country.

Eftir að hafa notið kvöldmatar í gesthúsi á eigninni, ákvað hin fimmtuga Chao að skreppa á Teslunni sinni stutta vegalengd klukkan 23:37, að húsnæði hennar á landinu. Á myndbandi sést hún „ganga óstyrk að bifreið sinni,“ samkvæmt lögregluskýrslunni. Stuttu síðar hringdi hún í örvæntingu sinni í vini sína eftir að hafa bíl sínum ofan í tjörn, aðeins nokkrum metrum frá gesthúsinu.

Amber Keinan, ein af vinkonum Chao, sagði lögreglunni að Chao hefði hringt í hana klukkan 23:42 og sagt henni að bíllinn væri í tjörninni og hún föst í honum. Vinkonurnar töluðu saman í átta mínútur á meðan bíllinn sökk hægt og rólega þar til hann var alveg kominn á kaf. „Chao sagði Keinan að vatnið væri farið að rísa og að hún myndi deyja og sagði „Ég elska þig“ við Keinan, áður en bíllinn sökk,“ segir í lögregluskýrslunni. Aðrir vinir hennar gerðu örvæntingafulla tilraun til að synda að bílnum og hjálpa henni á meðan Keinan fór út á vatnið í Kajak, að sögn lögreglunnar.

- Auglýsing -

Einhver hringdi í neyðarlínuna um klukkan 23:55 og var talaði við lögregluna í 11 mínútu, samkvæmt skýrlunni. Lögreglan mætti á vettvang og reyndi að koma Chao út úr bílnum, sem var tæpa 23 metra frá bakkanum. Þeim tókst að brjóta rúðuna bílstjórameginn og lögreglumaður teygði sig inn í bílinn og greip í hönd Chao. Þegar hún var komin í land aftur, var hún úrskurðuð látin, klukkan 01:40, 11. febrúar.

Þegar Chao lést var alkahólmagnið í blóði hennar 0,233 grömm af 100 millilítrum, sem er næstum því þrefalt leyfilegt magn í Texas. Búgarðurinn þar sem Chao lést er í eigu fyrirtækis sem tengist eiginmanni hennar, Jim Breyer sem er áhættufjárfestir og meðeigandi Boston Celtics.

Systir Chao, Elaine Chao er gift McConnell en hún var vinnumálaráðherra í stjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta og samgönguráðherra í stjórn Donalds Trump.

- Auglýsing -

„Nafn Angelu á kínversku hljómar eins og stafirnir fyrir frið og velmegun,“ sagði faðir hennar, James S.C. Chao, í tilkynningu sem fjölskyldan sendi frá sér eftir andlátið. „Fjarvera hennar skilur ekki aðeins eftir tóm í hjarta okkar, heldur einnig í asísk-ameríska samfélaginu.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -