Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ísraelar gerðu útsendingarbúnað AP upptækann: „Þeir eru orðnir brjálaðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, fordæmdi á samfélagsmiðlinum X, hald sem lagt var á á myndavélar og útsendingarbúnað sem tilheyrir Associated Press (AP) af embættismönnum í suðurhluta Ísrael. AP var sakað um að hafa brotið ný fjölmiðlalög með því að veita Al Jazeera myndefni.

„Þetta er ekki Al Jazeera, þetta er bandarískur fjölmiðill sem hefur unnið til 53 Pulitzer-verðlauna,“ skrifaði Lapid. „Þessi ríkisstjórn hegðar sér eins og hún hafi ákveðið að tryggja hvað sem það kostar að Ísrael hafi áhrif á allan heiminn. Þeir eru orðnir brjálaðir“.

Ísraelskir embættismenn notuðu lög erlendra útvarpsstöðva til að loka skrifstofum Al Jazeera þann 5. maí síðastliðinn, auk þess að gera upptækan búnað rásarinnar, banna útsendingar hennar og loka á vefsíður hennar.

Al Jazeera sagði frá málinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -