Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Leikmaður West Ham játar dýraníð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kurt Zouma, varnarmaður í enska knattspyrnuliðinu West Ham, játaði sök vegna dýraníðs í tveimur ákæruliðum fyrir rétti í gær. Sky sports greinir frá þessu.

Myndbönd af Zouma fóru í dreifingu þar sem hann sést sparka í og kasta kettinum sínum yfir eldhúsið heima hjá sér. Þá sýndu myndböndin hann einnig slá köttinn í höfuðið og kasta skóm í hann. „Ég sver að ég mun drepa hann,“ heyrist Zouma segja á upptökunum.

Myndböndin voru tekin upp af yngri bróður Zouma og birt á samfélagsmiðlinum Snapchat.

Eftir að myndböndin fóru í dreifingu var Zouma ákærður fyrir dýraníð í þremur ákæruliðum. Hann játaði í gær sök í tveimur þeirra. Bróðir hans var einnig ákærður en kona sem hann hafði verið í samskiptum við vakti upprunalega athygli á myndböndunum. Hún er sögð hafa ætlað á stefnumót með bróðurnum en hætt við eftir að hann birti myndbandið. „Mér finnst ekki í lagi að slá kött, ekki hafa fyrir því að koma hingað í dag,“ segir í skilaboðum sem hún sendi honum. Bróðirinn játaði sök fyrir að hafa aðstoðað Zouma við að brjóta lög.

Saksóknari í málinu benti á að eftir að myndböndin komust í dreifingu hafi það færst í aukana að fólk væri að taka upp myndbönd af sér slá ketti og birta á samfélagsmiðlum.

Zouma hefur samþykkt að kettirnir hans tveir, sem eru af tegundinni Bengal, verði komið fyrir á nýju heimili.

- Auglýsing -

West Ham sektaði Zouma vegna málsins og gáfu fé til níu dýravelferðarsamtaka í Bretlandi og öðrum löndum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -