Miðvikudagur 10. apríl, 2024
0.8 C
Reykjavik

Netanyahu viðurkennir árás Ísraelshers á sjö hjálparstarfsmenn: „Svona gerist í stríði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjö starfsmenn World Central Kitchen voru drepnir í loftárás á Gaza í gærkvöldi en þeir eru af nokkrum þjóðernum. Benjamin Netanyahu viðurkennir að Ísraelsher hafi staðið að árásinni.

Sjö starfsmenn hjálparsamtakanna World Central Kitchen voru drepnir í gær þegar Ísraelsher gerði loftárás á bifreið þeirra á Gaza. Meðal hinna föllnu er fólk frá Bretlandi, Póllandi, Palestínu og einn bandarísk-kanadískur einstaklingur. Hópurinn var á ferð á svæði sem átti að vera öruggt, samkvæmt yfirlýsingu frá WCK. Þau höfðu að sögn ferðast á tveimur brynvörðum bílum merktum WCK-merkinu og óbrynvörðu ökutæki. Talið er að að minnsta kosti tveir breskir hjálparstarfsmenn hafi fallið í loftárásinni, að sögn utanríkis-, samveldis- og þróunarskrifstofunnar, að því er fram kemur í frétt Mirror.

Ástralskur hjálparstarfsmaður sem sagður er hafa látist í árásinni.

Þrátt fyrir að hafa samræmt aðgerðir WCK við Ísraelsher segja góðgerðarsamtökin að bílalestin hafi orðið fyrir árás þegar hún var að yfirgefa Deir al-Balah vörugeymsluna, þar sem teymið hafði losað meira en 100 tonn af mat sem fluttur var til Gaza í gegnum nýopnaðar sjóleiðir.

Forstjóri WCK, Erin Gore, sagði í yfirlýsingu: „Þetta er ekki aðeins árás á WCK, þetta er árás á mannúðarsamtök sem mæta á vettvang við skelfilegustu aðstæðurnar þar sem matur er notaður sem stríðsvopn. Þetta er ófyrirgefanlegt. Ég er algjörlega niðurbrotin og skelfingu lostinn yfir því að við, World Central Kitchen og heimurinn, misstum falleg mannslíf í dag vegna markvissrar árásar Ísraelshers.“

„Ástin sem þau báru til að fæða fólk, ákveðnin sem þau sýndu til að sýna að mennskan rís ofar öllu og áhrifin sem þau höfðu á óteljandi líf verður að eilífu minnst og í hávegum haft.“

- Auglýsing -

David Cameron, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti Ísrael til að „rannsaka þegar í stað“ dauða bresks hjálparstarfsmanns sem lést í loftárás á Gaza og bætti við að ríkisstjórnin vildi „fulla, gagnsæja skýringu á því sem gerðist“.

Hinn fyrrverandi forsætisráðherra tísti: „Fréttir af loftárásinni sem varð hjálparstarfsmönnum World Central Kitchen (WCK) að bana á Gaza eru mjög átakanlegar. Sagt er að breskir ríkisborgarar hafi verið drepnir, við erum að vinna að því að staðfesta þessar upplýsingar og munum veita allar þær upplýsingar. stuðning við fjölskyldur þeirra.“

Og núverandi forsætisráðherrann, Rishi Sunak, tók krafðist einnig ítarlegrar rannsóknar á hinu skelfilega atviki og sagði að hann væri „sjokkeraður og sorgmæddur“ vegna dauða bresks hjálparstarfsmanns á Gaza og að það væri „ljóst að það eru spurningar sem þarf að svara.“. Hann sagði: „Við erum á fullu að vinna að því að staðfesta allar upplýsingar, hugsanir mínar núna eru hjá vinum þeirra og fjölskyldu. Þau vinna frábært starf til að lina þjáningar sem margir búa við á Gaza. Þeim ber að hrósa fyrir það sem þai eru að gera. Þau þurfa að fá að vinna þá vinnu óhindrað og það er skylda Ísraela að tryggja að þau geti gert það.“

- Auglýsing -

Benjamín Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, talaði um loftárásina þegar hann útskrifaðist af sjúkrahúsi eftir kviðslitsaðgerð. Hann sagði: „Því miður kom upp hörmulegt mál í gær þar sem hersveitir okkar gerðu óviljandi árás á saklaust fólk á Gaza-svæðinu. Svona gerist í stríði, við erum að athuga þetta gaumgæfilega, við erum í sambandi við ríkisstjórnir og við mun gera allt til að þetta gerist ekki aftur.“

Stofnandi WCK, hinn frægi kokkur Jose Andres, sagði í færslu á X: „Í dag missti @WCKitchen nokkrar systur okkar og bræður í loftárás Ísraelshers á Gaza. Ég er miður mín og syrgi með fjölskyldu þeirra og vinum og allri WCK fjölskyldunni okkar. Þetta er fólk…englar…ég þjónaði við hlið þeirra í Úkraínu, Gaza, Tyrklandi, Marokkó, Bahamaeyjum, Indónesíu. Þau eru ekki andlitslaus … þau eru ekki nafnlaus.“ Bætti hann við: „Ísraelsk stjórnvöld þurfa að stöðva þessi tilviljunarkenndu morð. Þau þurfa að hætta að takmarka mannúðaraðstoð, hætta að drepa almenna borgara og hjálparstarfsmenn og hætta að nota mat sem vopn. Engin fleiri saklaus líf má taka . Friður byrjar með sameiginlegri mennsku okkar. Það þarf að byrja núna.“

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -