Miðvikudagur 17. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Nítján svangir Palestínumenn drepnir: „Enn hægt að afstýra þessari manngerðu hungursneyð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannréttindasamtökin Euro-Mediterranean Human Rights Monitor, sem hefur aðsetur í Genf, segir í nýrri skýrslu að ísraelski herinn hafi drepið að minnsta kosti 560 og sært 1.523 aðra Palestínumenn í atvikum sem tengdust hjálparflutningabílum í stríðinu á Gaza. Þetta kemur fram í frétt Al Jazeera.

Mannfallið samanstendur af óbreyttum palestínskum borgurum sem biðu mannúðaraðstoðar en hungursneyð ríkir á svæðinu, auk hjálparstarfsmanna og Palestínumanna sem bera ábyrgð á vernd og dreifingu hjálpargagna.

„Ísrael notar hungur sem sjálfstæðan stríðsglæp,“ segja samtökin.

Skýrslan kemur í kjölfar nýjustu árásar Ísraelshers á Palestínumenn sem biðu eftir mannúðaraðstoð við Kúveit-hringtorgið í gær en þar létust að minnsta kosti 19 Palestínumenn en yfirvöld á Gaza sögðu að ísraelski herinn hafi notað skriðdreka sína í árásinni. Euro-Med Monitor greinir einnig frá því að ísraelskir skriðdrekar og flygildi hafi verið notuð.

Ísraelsher neitar enn og aftur ábyrgð.

Öllum matarlestum meinaður aðgangur

- Auglýsing -

Philippe Lazzarini, yfirmaður stofnunar Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Palestínu (UNRWA), segir að „öllum matarlestum okkar hafi verið meinaður aðgangur“ að norðurhluta Gaza í þessari viku, þrátt fyrir að hungursneyð vofir yfir.

„Með óhindruðum aðgangi er enn hægt að afstýra þessari manngerðu hungursneyð,“ skrifaði hann á samfélagsmiðlinum X.

Ísraelar halda því áfram fram að þeir setji engar takmarkanir á inngöngu mannúðaraðargagna til Gaza-svæðisins, jafnvel þó að Sameinuðu þjóðirnar segi að eitt af hverjum þremur börnum undir tveggja ára verði fyrir mikilli vannæringu í norðurhluta Gaza, þar sem skortur á mat eykst hratt á svæðinu.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -