Föstudagur 17. maí, 2024
3.8 C
Reykjavik

Rannsókn CNN á „Hveitifjöldamorðunum“ sýnir fram á lygar Ísraelshers

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn CNN fréttastofunnar hefur leitt í ljós verulegt misræmi í frásögn ísraelska hersins af hrikalegu atviki 29. febrúar á Gaza, sem nú er almennt nefnt „Hveitifjöldamorðin“ (e. the Flour Massacre).

Sjá einnig: Ísraelsher sakaður um að skjóta á hungraða Gaza-búa: „Algerlega óviðunandi blóðbað“

Skýrsla CNN, sem er rökstudd með vitnisburði sjónarvotta og myndbandssönnunargögnum, vekur alvarlegar spurningar um gagnsæi öfgastjórnar Netanyahus og vekur efasemdir um opinbera frásögn þeirra.

Aðfaranótt 29. febrúar breyttist mannúðaraðstoð á Gaza í martröð þegar ísraelskir hermenn hófu skothríð á fjölda Palestínumanna sem safnaðist saman til að taka á móti matarbirgðum við Al Rashid-stræti, aðalveg á norð-suður leiðinni sem ísraelski herinn hafði útvegað fyrir mannúðaraðstoð. Meira en 112 óbreyttir borgarar létu lífið og 760 særðust í atvikinu, sem olli fordæmingum á heimsvísu en sendiherra Palestínumanna hjá Sameinuðu þjóðunum sagði að tugir fórnarlambanna hafi verið „skotnir í höfuðið“.

Tæpum sex vikum síðar stangast ítarleg greining CNN á við fullyrðingar ísraelshers, þar á meðal vitnisburður frá 22 sjónarvottum og yfirferð á mörgum myndböndum af réttarsérfræðingum, en ísraelsher fullyrti að mannfall hafi aðallega orðið vegna troðninga en ekki vegna beinna skothríða.

Niðurstöður bandarísku fréttastofunnar benda til þess að skothríðirnar hafi hafist löngu áður en Ísraelsher heldur fram að þær hafi hafist og skotum hafi verið skotið beint á mannfjöldann frekar en sem viðvörunarskotum. „Greining á tugum myndbanda frá kvöldinu og vitnisburði sjónarvotta vekur efasemdir um útgáfu Ísraels á atburðum,“ sagði í frétt CNN um skýrslu sína.

- Auglýsing -

Til viðbótar við athugunina reyndust niðurstöður innri rannsóknar ísraelska hersins og tímalínan sem birt var í kjölfarið vera í ósamræmi við myndbandssönnunargögnin sem CNN safnaði. Til dæmis sýna tímastimpluð myndbönd greinilega skothríð og ringulreið, sem grefur undan fullyrðingu Ísraela um að hersveitir þeirra hafi aðeins skotið viðvörunarskotum til að dreifa mannfjöldanum.

Frásagnir sjónarvotta grófu ennfremur undan opinberri útgáfu ísraelskra embættismanna af atburðinum. Margir þeirra sem lifðu af sögðu frá hryllilegum augnablikum þar sem skotum var beint að einstaklingum sem reyndu í örvæntingu að afla sér matar. Ein slík frásögn frá Jihad Abu Watfa, sem var á vettvangi, lýsti harðri skothríð í kringum afhendingarsvæði hjálpargagnanna, sem stangast á við frásögn ísraelska hersins um skipulagða og vel stjórnaða aðgerð.

Eftirmálar atviksins voru ömurlegir þar sem fjöldi mannfalla voru tilkynnt og fjölmargar sannanir um skotsár sáust á fólki, öfugt við lýsingu ísraelska hersins á troðningi.

- Auglýsing -

Rannsókn CNN leitast ekki aðeins við að véfengja opinbera lýsingu Ísraela á atburðunum heldur draga einnig í efa víðtækari afleiðingar hernaðarlegrar þátttöku í borgaralegum hjálparaðgerðum á átakasvæðum.

Upptökur frá flygildum (e. drones) sem ísraelski herinn birti sýnir einu skýru heimildina af þeim fjölda Palestínumanna sem safnast hafði saman þegar „Hveitifjöldamorðin“ voru framin.

„Ef ekki annað sýnir það hversu erfitt það hefði verið að skjóta með einhverri nákvæmni á það sem ísraelsher lýsti sem „grunuðum“ meðal þéttsetinna fólks sem umkringdi bílalestina,“ segir í niðurstöðum fréttar CNN.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -