Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Rússneskir borgarar minnast fallinna Úkraínumanna – Lögreglan hefur handtekið fjóra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bráðabirgðaminnisvarðar spretta nú upp í rússneskum borgum en íbúar minnast fórnarlamba þeirra sem létust í flugskeytaárás Rússa á íbúðarblokk í Dnipro, Úkraínu þann 14. janúar síðastliðinn þar sem minnst 45 óbreyttra borgara lét lífið, þar af sex börn. Lögreglan hefur handtekið nokkra vegna minnisvarðanna.

Það er útlagafréttamiðillinn Meduza sem segir frá minnisvörðunum.

Í Krasnodar-borg í suður Rússlandi lögðu íbúar blóm, kerti og bangsa að Taras Shevchenko minnisvarðanum í borginni. Við fót minnisvarðans var lögð ljósmynd af eyðilagri blokkinni. Þá lögðu íbúar St. Pétursborgar kerti við annan Taras Shevchenko minnisvarða þar í borg en kertin stöfuðu nafn borgarinnar Dnipro. Í Katarínuborg er fórnarlömbum árásarinnar minnst við minnisvarða um fórnarlömb pólitískra ofsókna Sovíetríkjanna. Þó lögðu Moskvubúar blóm, bangsa og kerti við Lesya Ukrainka minnisvarðann við Úkraínu-breiðgötu í Moskvu. Borgarstarfsmenn fjarlægðu minningargjafirnar en þær poppuðu upp aftur við minnismerki Samveldisins (sem táknar einingu slavneskra þjóða).

Lögreglan vaktar minnisvarða í Moskvu

- Auglýsing -

Lögreglan hefur lagt rútu nálægt Ukrainka minnisvarðanum í Moskvu en það gerði hún í gær. Fjórar manneskjur voru handteknar þar í fyrradag. Var ein þeirra kærð fyrir ólöglega hegðun en ekki er vitað um afdrif hinna þriggja.

Friðarhreyfingin Vesna sagði frá því að eftir handtökurnar í gær hafi Moskubúar lagt blóm við Taras Shevchenko minnisvarðann í staðinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -