Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Starfsmenn mótmæltu hernaðarsamningi Google við Ísrael: „Gúgglarar gegn þjóðarmorði“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Níu starfsmenn Google voru handteknir fyrir innbrot aðfaranótt fimmtudags, eftir að hafa farið í setuverkfall á skrifstofum fyrirtækisins í New York og í Sunnyvale í Kaliforníuríki, þar á meðal á skrifstöfu forstjóra Google Cloud, Thomas Kurian. Mótmæltu starfsmennirnir tengslum Google við Ísrael.

Handtökurnar, sem mótmælendurnir sýndu í beinni útsendingu á Twitch, koma í kjölfar mótmæla fyrir utan skrifstofur Google í New York, Sunnyvale og Seattle, sem laðaði að sér hundruði þátttakenda, að sögn starfsmanna sem tóku þátt. Mótmælin, undir forystu samtakanna „No Tech for Apartheid“, beindust að Nimbus-verkefninu – sameiginlegum 1,2 milljarða dollara samningi Google og Amazon um að veita ísraelska ríkisstjórninni og hernum skýjatölvuþjónustu, þar á meðal gervigreindarverkfæri, gagnaver og aðra skýjainnviði.

Mótmælendurnir í Sunnyvale sátu á skrifstofu Kurian í meira en níu klukkustundir, þar til þeir voru handteknir. Höfðu þeir þá skrifað kröfur sínar á töflu yfirmannsins og klæðst bolum sem á stóð „Gúgglarar gegn þjóðarmorði.“ Í New York sátu mótmælendur í þriggja hæða sameiginlegu rými. Fimm starfsmenn frá Sunnyvale voru handteknir og fjórir frá New York.

„Persónulega er ég á móti því að Google geri hvaða hernaðarsamninga sem er, sama við hvaða ríkisstjórn þeir eru eða um hvað nákvæmlega samningurinn snýst,“ sagði Cheyne Anderson, hugbúnaðarverkfræðingur Google Cloud með aðsetur í Washington, við CNBC. „Og ég er þeirrar skoðunar vegna þess að Google er alþjóðlegt fyrirtæki og það er sama hvaða her það er hjá, þá er alltaf fólk á hinum endanum … fulltrúa í starfsmannahópi Google og einnig notendahópi okkar. Anderson hafði flogið til Sunnyvale vegna mótmælanna á skrifstofu Kurian og var einn starfsmannanna sem handteknir voru á þriðjudag.

„Google Cloud styður fjölmargar ríkisstjórnir um allan heim í löndum þar sem við störfum, þar á meðal ísraelsk stjórnvöld, með almennum tiltækum tölvuskýjaþjónustum okkar,“ sagði talsmaður Google við CNBC og bætti við: „Þessi vinna beinist ekki að mjög viðkvæmum, leynilegum eða vinnu hersins sem tengist vopnum eða leyniþjónustum.“

Mótmælin sýna aukinn þrýsting starfsmanna Google á fyrirtækið, sem eru á móti hernaðarnotkun á gervigreind og skýjatækni þess. Í síðasta mánuði truflaði Eddie Hatfield, verkfræðingur Google Cloud, aðalræðu framkvæmdastjóra Google í Ísrael þar sem hann sagði: „Ég neita að byggja upp tækni sem knýr þjóðarmorð. Hatfield var í kjölfarið rekinn. Í sömu viku var innra spjallborði starfsmanna Google lokað eftir að starfsmenn birtu athugasemdir um ísraelska hersamninga fyrirtækisins. Talsmaðurinn lýsti færslunum sem „sundrandi efni sem truflar vinnustað okkar.“

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -