Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Tveir rússneskir milljarðamæringar létust á indversku hóteli með tveggja daga millibili

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rússneskur pylsujöfurinn Pavel Antov fannst látinn á indversku hóteli, tveimur dögum eftir að vinur hans lést á sama hóteli tveimur dögum fyrri.

BBC segir að Antov hafi verið á ferðalagi ásamt þremur öðrum rússneskum milljarðamæringum í Odesha í austurhéruðum Indlans. Hafði hann meðal annars haldið upp á afmæli sitt á hótelinu.

Pylsujöfurinn er vel þekktur í borginni Vladimir, austur af Moskvu en þar var hann virkur í borgarpólitíkinni.

Síðasta sumar neitaði hann að hafa skrifað færslu á WhatsApp-reikningi sínum þar sem hann gagnrýndi stríð Rússa í Úkraínu. Það var í júní síðastliðinn að Antov virtist bregðast við eldflaugaárás Rússa á íbúðarblokk í Shevchenkivskyi-hverfi í Kænugarði. Í árásinni lést einn maður og sjö ára dóttir hans og eiginkona særðust. Í WhatsApp-skilaboðum í nafni Antovs er lýst hvernig fjölskyldan var dregin úr rústunum: „Það er gríðarlega erfitt að kalla þetta eitthvað annað en hrylling,“ stóð í færslunni.

Skilaboðunum var eytt og skrifaði Antov færslu á samfélagsmiðli þar sem hann sagðist vera stuðningsmaður Pútíns forseta og að hann væri „sannur föðurlandsvinur“ sem styddi stríðið. Hélt hann því fram að einhver andstæðingur hinna „sérstöku hernaðaraðgerða Rússlands í Úkraínu“ hefði komist yfir aðgang sinn á WhatsApp og birt færsluna sem hann væri mjög ósammála. Sagði hann þetta afar pirrandi misskilning

Dauði milljarðamæringsins er sá nýjasti í röð óútskýranlegra dauðsfalla Rússneskra jöfra síðan stríðið hófst í Úkraínu en margir þeirra höfðu opinberlega mótmælt stríðinu.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Rússneskir ólígarkar í útrýmingarhættu – Yfirferð

Fréttamiðlar í Rússlandi segja að Antov, sem var nýorðinn 65 ára, hafi fallið út um glugga a hótelinu í borginni Rayagada á sunnudaginn. Annar meðlimur í hópnum, Vladimir Budanov lést á sama hóteli á föstudaginn.

Lögreglustjóri Odisha lögreglunnar, Vivekananda Sharma sagði að Budanov hafi látist úr hjartaáfalli og að vinur hans Antov, hafi „orðið þunglyndur vegna dauða hins og því einnig látið lífið.“ Rússneski ræðismaðurinn í Kolkata, Alexei Idamkin sagði í samtali við fréttamiðilinn Tass að lögreglan hafi ekki fundið neitt „glæpsamlegt við þessa hörmulega atburði.“

- Auglýsing -

Leiðsögumaðurinn Jitendra Singh sagði blaðamönnum að Budanov gæti hafa „drukkið óheyrilegt magn áfengis þar sem hann átti áfengisflöskur.“

Pavel Antov stofnaði kjötvinnslustöðina Vladimir Standard en árið 2019 mat Forbes tímaritið auðævi hans á 140 milljón dollara, á toppi listans yfir Rússneska þingmenn og embættismenn. Spilaði hann mikilvægt hlutverk í löggjafaþingi Vladimir-borgar en hann var formaður nefndar um landbúnaðarstefnu og vistfræði borgarinnar. Varaformaður þingsins í Vladimir, Vyacheslav Kartukhin, sagði að Antov hefði dáið við „hörmulegar aðstæður.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -