Föstudagur 19. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Fjörug nótt: Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir slys á rafhlaupahjóli – Fjórir fullir undir stýri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það var mikið um skemmtanahald í gær­kvöldi og langt fram á nótt samkvæmt lög­regl­unn­i á höfuðborg­ar­svæðinu, enda uppstigningardagur í dag og flestir í fríi.

Lög­regluþjón­ar höfðu í meira en nógu að snúast og sinntu mjög mörg­um út­köll­um í nótt; sérstaklega mikið vegna mjög mikillar ölv­un­ar og „sam­kvæm­is­há­vaða á öllu höfuðborg­ar­svæðinu“, eins og segir í dag­bók lög­reglu.

Í þeirri bók seg­ir líka að fjór­um sinn­um í gær­kvöld og fram á nótt hafi öku­menn verið stöðvaðir vegna gruns um ölv­un við akst­ur; eða þá akst­ur und­ir áhrif­um fíkni­efna. Jafnvel undir áhrifum áfengis og annarra stórhættulegra efna.

Bár­ust svo til­kynn­ing­ar um þrjú óhöpp sem af völdum raf­hlaupa­hjól­a notkunar.

Um tvö í nótt fékk lög­regla til­kynn­ingu um að ein­stak­ling­ur hefði fallið af raf­hlaupa­hjóli í miðbæ Reykja­vík­ur; 10 mín­út­um síðar barst lög­reglu önnur til­kynn­ing um raf­hlaupa­hjól, en að þessu sinni hafði því verið ekið á kyrr­stæða bif­reið:

„Ökumaður raf­hlaupa­hjóls­ins hélt sína leið eft­ir viðræður við lög­reglu,“ seg­ir í dag­bókinni áðurnefndu.

- Auglýsing -

Stuttu síðar kom þriðja til­kynn­ing­in: Þá höfðu tveir ein­stak­ling­ar í Vest­ur­bænum í Reykja­vík­ur ákveðið að deila raf­hlaupa­hjóli, og misstu jafn­vægið og duttu í jörðina en „báðir    voru flutt­ir á bráðamót­töku til skoðunar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -