Það var mikið um skemmtanahald í gærkvöldi og langt fram á nótt samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, enda uppstigningardagur í dag og flestir í fríi.
Lögregluþjónar höfðu í meira en nógu að snúast og sinntu mjög mörgum útköllum í nótt; sérstaklega mikið vegna mjög mikillar ölvunar og „samkvæmishávaða á öllu höfuðborgarsvæðinu“, eins og segir í dagbók lögreglu.
Í þeirri bók segir líka að fjórum sinnum í gærkvöld og fram á nótt hafi ökumenn verið stöðvaðir vegna gruns um ölvun við akstur; eða þá akstur undir áhrifum fíkniefna. Jafnvel undir áhrifum áfengis og annarra stórhættulegra efna.
Bárust svo tilkynningar um þrjú óhöpp sem af völdum rafhlaupahjóla notkunar.
Um tvö í nótt fékk lögregla tilkynningu um að einstaklingur hefði fallið af rafhlaupahjóli í miðbæ Reykjavíkur; 10 mínútum síðar barst lögreglu önnur tilkynning um rafhlaupahjól, en að þessu sinni hafði því verið ekið á kyrrstæða bifreið:
„Ökumaður rafhlaupahjólsins hélt sína leið eftir viðræður við lögreglu,“ segir í dagbókinni áðurnefndu.
Stuttu síðar kom þriðja tilkynningin: Þá höfðu tveir einstaklingar í Vesturbænum í Reykjavíkur ákveðið að deila rafhlaupahjóli, og misstu jafnvægið og duttu í jörðina en „báðir voru fluttir á bráðamóttöku til skoðunar.“