Laugardagur 20. júlí, 2024
12.8 C
Reykjavik

Gullfiskurinn smitaði eiganda sinn af fiskberklum- Sjómaður með hringorm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afar fátítt er að fólk smitist af sjúkdómum af gullfiskum sínum. Þetta er þó þekkt hér á landi. Árið 1995 komu upp tvö dæmi um berklasmit þar sem fólk hafði smitast af fiskum. Þetta var í fyrsta sinn sem slíkt gerðist hérlendis. Annað tilvikið varð þegar einstaklingur, sem óskaði nafnleyndar, smitaðist af gullfiski sínum. Sá vildi á þeim tíma ekki gefa upp með hvaða hætti smitið barst í hann.

Sama ár smitaðist annar einstaklingur af fiskberklum með snertingu við eldisfisk.

„Það eru tvö tilvik á hálfu ári þar sem Íslendingar hafa greinst með fiskiberkla. Þetta eru fyrstu tilvikin hérlendis, annað greindist í sumar og hitt nýlega. Lækning við þessu fer fram með lyfjameðferð,“ sagði Bjarnheiður Guðmundsdóttir, líffræðingur hjá Tilraunastöðinni á Keldum, við DV í janúar 1995. Á Keldum var fólk sérhæft í að greina fiskiberkla. Þar hafa berklabakteríur úr fiski verið ræktaðar. Hún segir að smit berist frá fiskum til manna. Í fyrra tilvikinu sl. sumar smitaðist viðkomandi af eldislaxi en í hinu tilvikinu voru gullfiskar smitvaldurinn. „Þessi baktería getur sýkt menn en það er þó mjög sjaldgæft að hún geri það. Þetta er ekki sama bakterían og berklabakterían en hún er skyld henni. Þetta lýsir sér í því að viðkomandi fær húðútbrot. Við hástig sjúkdómsins getur hann náð til líffæra fólks. Það eru þekkt dæmi um það erlendis að fólk hafi veikst alvarlega,“ segir Bjarnheiður við DV á sínum tíma.

Tvö tilvik um fiskiberkla í mönnum fundust.

„Fólk með skrautfiska, sem fær húðútbrot sem ekki lagast, ætti að leita húðsjúkdómalæknis. Þar kynni að vera um að ræða þessa bakteríu sem getur smitast frá fiski til manns. Smitleiðirnar eru helst þannig að fólk sem fer með hendurnar ofan í búrin smitast. Það er alltaf athugavert þegar fólk með gæludýr gætir ekki varúðar og hreinlætis,“ segir Bjarnheiður.

Árni Kristmundsson, deildarstjóri og fisksjúkdómafræðingur hjá Rannsóknastöðinni á Keldum, segir að ekkert tilvik hafi komið upp síðan árið 1995.

- Auglýsing -

„Þetta eru einu skiptin sem svona smit hefur borist úr fiskum í menn,“ sagði hann í samtali við Stundina árið 2008.

Annað tilvik um smit var þegar sjómaður á loðnuskipi fékk í sig hringorm og þurfti læknishjálp til að eyða óværunni. Sá hafði borðað hrá hrogn úr loðnu þegar hann var við veiðar. Sjómaðurinn slapp með skrekkinn og hann jafnaði sig að fullu. Ekki er vitað um nema þetta eina tilvik þar sem hringormur hefur tekið sér bólfestu í manni.

Greinin er unnin upp úr fréttum DV og umfjöllun Stundarinnar. Höfundur er í öllum tilvikum greinarhöfundur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -