Laugardagur 15. júní, 2024
13.8 C
Reykjavik

Apabóla á stjá í Evrópu: „Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilfelli apabólu hafa undanfarið tekið að greinast í Evrópu, en um er að ræða veiru skylda bólusótt. Enn er ekki mikið vitað um veiruna en hún er algengust á afskekktum svæðum í Mið- og Vestur Afríku. Smit annarsstaðar tengjast yfirleitt ferðalögum þangað. DV greindi frá málinu í gærmorgun.

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur Íslendinga ekki þurfa að hafa stórar áhyggjur af apabólu enn sem komið er.

„Ekki stórar áhyggjur en þetta er mjög óvenjulegt og eitthvað sem við þurfum að fylgjast með og vara fólk við og sérstaklega lækna, varðandi greininguna á þessu. Þetta er eitthvað sem við höfum ekki séð og hefur ekki sést í Evrópu og Ameríku, þannig að þetta er eiginlega svolítið nýtt,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu RÚV.

Undanfarið hafa níu tilfelli apabólu greinst í Bretlandi. Veiran hefur einnig greinst á Spáni og í Portúgal. Verið er að rannsaka hugsanleg tilfelli á Ítalíu, í Frakklandi, Svíþjóð og Ástralíu.

Þórólfur segir veiruna fyrst og fremst smitast með snertismiti. „Þetta eru líka öndunarfærasmit þannig að ef að smitaðir einstaklingar eru að koma erlendis frá, þá gætu þeir hugsanlega smitað aðra,“ segir hann. Þórólfur segir veiruna ekki virðast mjög smitandi en að enn eigi frekari upplýsingar eftir að berast um hegðun hennar.

Enn sem komið er virðist ekki um alvarlegar sýkingar að ræða. Sjúkdómseinkenni eru oftast sögð mild og að fólk nái sér innan fárra vikna frá smiti.

- Auglýsing -

„Það er ánægjulegt því það er ekki til nein fyrirbyggjandi meðferð, engin bóluefni eða slíkt. En ég á nú ekki von á því að þetta verði að útbreiddum faraldri,“ segir sóttvarnalæknir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -