Fimmtudagur 18. apríl, 2024
1.1 C
Reykjavik

Bræður syrgja Mikael Má sem var aðeins fertugur: „Þín minning mun lifa í hjörtum margra“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

,,Alltof alltof snemma ertu að kveðja partýið,“ segir Daníel Már í kveðju sem hann birtir í færslu á Facebook síðu sinni. Daníel er að kveðja bróður sinn, Mikael Má Pálsson, í hinsta sinn. Mikael Már lést í síðustu viku með skjótum hætti, aðeins fertugur að aldri.

Mikael hafði lengi barist við fíknina og var nýlega kominn úr meðferð. Hans draumur var að geta hjálpað fíklum á slæmum stað þegar hann hefði sjálfur náð sér eftir meðferðina.

Daníel Már segir þá bræðurna hafa átt sérstakt samband sem einkenndist þó af mikilli rússíbanareið endrum og eins. ,,Sama hversu erfiðir hlutirnir voru varstu alltaf stóri litli bróðir minn. Það er viðbjóður að hugsa til þess að aldrei aftur muni ég sjá þig eða fá að hlusta á bullið í þér,“ segir Daníel, og bætir við: ,,Það er mikil huggun í því að þú sért loksins að hvílast.“

Jón Gauti, bróðir Mikaels heitins, minnist einnig góðs bróður í minningarfærslu á Facebook. „Þú verdur alltaf uppáhaldspersóna mín og lifir með mér i hjartanu, sjáumst uppi stóri bróðir minn. Mikki minn var virkilega góður maður, stríðinn, verulega pirrandi a köflum en sannur og hugrakkur, alltof fyndinn og alltaf hjalpaði öllum a undan ser, skemmtilegur orðaklár meistari var hann. Hann var skemmtilegi hjálpsami duglegi íþróttastrákurinnn í fótbolta og handboltaliði Vals. Í minningu minni og alltaf betri en ég í öllu,“ segir Jón og bætir við:

„Þín verður sárt saknað bróðir minn. Ég mun alltaf muna efir þér sem Mikka
„the untouchable.“ Þú lifir i hjörtum okkar og ég er viss ad þad eru margir sem munu sakna þessa frasa og hvernig þu skákaðir fólk með hæfileikum. Núnna ertu farinn og kerfið brást þér, núna ertu farinn. Þú trúðir alltaf í það góða í fólkinu og éwg mun reyna eins og ég get ad fara eftir þinni trú minn kæri meistari. Við vitum öll hver var bestur. Bless Mikki minn.“

 

Fjöldamargir aðrir, vinir og vandamenn, minnast Mikaels með hlýjum og fögrum orðum. Jenný, vinkona Mikaels, segir: ,,Ég er ósátt. Ég sit hér hugsi, full af spurningum en ekkert svar. Í þinni minningu mun ég halda áfram í gleði, sannri vináttu og baráttu fyrir réttlæti. Þú áttir ekki að fara strax!“

- Auglýsing -

Daníel segir bróður sinn hafa verið einstaklega fyndinn og hress – hrókur alls fagnaðar. ,,Ég geri sterklega ráð fyrir því að þú sért svaka fínn, út úr góður, eða eitraður og það eru allar líkur á því að það sé stuð í kringum þig, hvar sem þú ert núna,“ segir Daníel.

Jenný biður Guð um að blessa aðstandendur Mikaels Már. ,,Blessuð sé minning þín. Guð blessi aðstandendur þína. Þú ert ávallt sjarmör. Alltaf STJARNA!“ segir Jenný.

,,Ég elska þig kæri bróðir og þín minning mun lifa í hjörtum svo margra, sérstaklega í mínu. Hvíl í friði Starboy,“ lætur Daníel Már einnig vera sín lokaorð til bróður síns, með mikilli sorg og söknuði í hjarta.

- Auglýsing -

Daníel Már gaf góðfúslegt leyfi fyrir umfjölluninni.

Elsku Mikael Már Palsson/Jodisarson

þu verdur alltaf uppáhaldspersona min og lifir með mer i hjartanu, sjáumst uppi…

Posted by Jon Jodisarson on Wednesday, March 3, 2021

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -