Mánudagur 20. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Er kominn með nóg af skítkasti í umræðu um forsetaframbjóðendur: „Það er eiginlega bara galið!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gísli Einarsson finnst nóg komið af skítkasti á forsetaframbjóðendurna.

Landakóngurinn sjálfur, Gísli Einarsson, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann ræðir um kosningabaráttuna sem nú er háð milli forsetaframbjóðendanna. Segist hann vilja halda því fyrir sig hvern hann hyggst kjósa enda sé það hans réttur. Eins sé það réttur fólks sem vill deila með alþjóð á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum, hverjir eru þeirra uppáhalds frambjóðendur.

En Gísla finnst nóg komið af skítkasti sem hann segist hafa séð mikið af undanfarið.

„Mér þykir hinsvegar ekkert gaman að, né skil ég þá þörf sem margir virðast hafa, að koma á framfæri hvern, eða hverja þeir ætla ekki að kjósa og rökstyðja það með orðfæri sem sæmir ekki vitibornu fólki á opinberum vettvangi. Já og varla einu sinni í einrúmi.

Ég skil ekki af hverju býsna margt fólk leggur minni áherslu á að mæra sinn eigin forsetakandídat en meiri áherslu á að níða niður aðra sem eru í framboði. Það er eiginlega bara galið!“

Segist hann vera mishrifinn af frambjóðendunum en að þeir hafi allir uppfyllt tilsett skilyrði og beri hann virðingu fyrir því.

- Auglýsing -
„Allir þeir sem eru í framboði hafa uppfyllt tilsett skilyrði og eru því í fullum rétti til að bjóða sig fram í umrætt embætti. Það ber að virða og þó ég sé að sjálfsögðu misjafnlega spenntur fyrir frambjóðendunum þá virði ég að sjálfsögðu þeirra lýðræðislega rétt, til framboðs, og ég ber virðingu fyrir að þeir skuli bjóða fram krafta sína.

Fyrir vikið finnst mér þeir allir verðskulda lágmarks kurteisi.“

Þá segist Gísli ekki halda að frambjóðendur vilji ná árangri vegna þess að stuðningsmenn þeirra nái að ata aur á andstæðingana.

„Ég á heldur ekki von á að neinn þessara ágætu frambjóðenda vilji byggja sinn árangur á því hversu vel hans stuðningsfólki hefur tekist að ata andstæðingana auri! Ég reikna með að þeir vilji frekar vera metnir af eigin verðleikum en á meintri ómennsku andstæðinganna!“

- Auglýsing -

Að lokum segir hann að skítadreifarar eigi að nota á tún á þessum árstíma, ekki í umræðum um forsetakosningar.

„Skítadreifarar eru hin þörfustu tæki og eru þeir gjarnan brúkaðir
einmitt á þessum árstíma. Þeirra vettvangur eru tún og akrar, en þeir hafa ekkert að gera í umræður um forsetakosningar. Það grær ekkert gott upp af þeim skít sem hent er í einstaka forsetaframbjóðendur.
Það hljómar kannski hrokafullt en mig langar að fara fram á það í fullri vinsemd að fólk bara hagi sér!
Og að gefnu tilefni vil ég geta þess að MINN FORSETI verður sá sem fær flest atkvæði í komandi kosningum. Út á það gengur einmitt lýðræðið!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -