Föstudagur 13. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Flestir ætla að ferðast erlendis í sumar – 17 prósent sitja heima

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fleiri ætla sér að ferðast út fyrir landsteinana en innanlands í sumar, ef marka má skoðanakönnun Mannlífs. Fleiri en ef til vill mátti búast við ætla sér hins vegar að sitja heima.

Mannlíf spurði lesendur sína á dögunum hvort þeir hyggðu á ferðalög þetta sumarið. Nú þegar Covid-19 heimsfaraldur er á undanhaldi og takmarkanir og reglur víðast hvar fallnar niður, má reikna með að fleiri leiti á framandi slóðir en síðustu tvö sumur, þegar það hefur vissulega ekki verið með auðveldara móti.

Þegar þetta er skrifað ætla 53 prósent svarenda út fyrir landsteinana í sumar, á meðan tæp 30 prósent ætla sér að ferðast innanlands. Um það bil 76 prósent fleiri ætla sér því að ferðast til annarra landa.

Um 17 prósent svarenda leita hins vegar ekki langt yfir skammt og ætla að halda sig heima yfir sumarmánuðina. Ferðast innanhúss, kannski?

Þess ber að geta að eflaust ætla einhverjir að gera bæði; ferðast erlendis og innanlands.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -