Sunnudagur 19. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Fann gloppu í kerfinu og stofnaði glæpahóp: „Þessi piltur notar yngri krakka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 18. febrúar árið 1993 var fjallað um mál 17 ára drengs sem átti sér langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann hafði alls komið um 60 sinnum við sögu lögreglu vegna ýmissa afbrota, meðal annars fíkniefnasölu, ölvunarakstur, líkamsárásir, skemmdaverk og innbrot. Aldur sakhæfis á Íslandi er 15 ára og myndaði umræddur drengur sér glæpahóp með yngri strákum sem frömdu fyrir hann glæpi, til að sleppa við dóm:

„Þessi piltur hefur að sögn lögreglu safnað um sig hópi af ungum, ósakhæfum börnum sem hann notar til afbrota. Sakhæfi miðast við 15 ára aldur og unglingi verður ekki refsað fyrir verknað sem hann fremur fyrir þann aldur,“ sagði í DV. Lögreglan var með á borði tugi svipaðra mála ungra afbrotamanna sem ekki fengu refsingu þrátt fyrir síendurtekin brot, einfaldlega vegna þess að þeir voru ósakhæfir:

Ómar Smári Ármannsson.

„Það vantar alla aðstöðu til að geta hlynnt að þessu unga fólki sem kemur ítrekað við sögu lögreglu og tekur ekki tali. Þangað til sitjum við í sama úrræðaleysinu. Við höfum einnig gert kröfu til þess að þeir sem eru sakhæfir og hafa ítrekað brotið af sér fái svokallaða flýtimeðferð í kerfinu þannig að þeirra mál gangi fljótt og þeir geti tekið út sinn dóm svo til í beinu framhaldi af brotinu. Þannig fá þeir ekki tækifæri til að safna upp jafnvel tugum mála áður en eitthvað er gert. Ef kerfið sýndi viðbrögð gagnvart tiltölulega fáum afkasta- miklum einstaklingum væri hægt að fækka innbrotum og þjófnuðum til mikillamuna,“ sagði Ómar Smári Ármannsson þáverandi aðstoðarlögreglustjóri í samtali við DV á sínum tíma.

Rætt var við móður 14 ára drengs sem stundaði glæpi undir handleiðslu 17 ára drengsins:

„Þessi piltur spilar á kerfið og notar yngri krakka eins og son minn til að fremja afbrotin fyrir sig. Í yfirheyrslum segist hann svo ekki hafa komið nálægt hlutum, hinir hafi gert það.“

„Það er greinilegt að þessi piltur stjómar hópnum. Hann er fint klæddur á meðan hinir eru hálfgerðir pönkarar og mér finnst varla eðlilegt að 17 ára strákur hangi með 14 ára börnum. Ég hef heyrt að hann segi krökkunum að það sé ekkert mál fyrir þau að fremja afbrot. Þau geti í raun gert hvað sem er því þau séu undir sakhæfisaldri.“

- Auglýsing -

Á þessum tíma mátti ekki nauðungarvista börn á meðferðarheimilum, ef þau vildu ekki aðstoð þá var ekkert hægt að gera. Foreldrar sátu því ráðarlausir þar sem börnin þeirra héldu áfram að brjóta af sér og lögregla gat einungis gefið þeim tiltal:

„Það er eins og þetta séu gleymdu börnin hennar Evu,“ sagði móðirin sem DV ræddi við.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -