Laugardagur 24. febrúar, 2024
-0.9 C
Reykjavik

Halla Har er fallin frá

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Halla Haraldsdóttir gler- og myndlistarkona, sem kölluð var Halla Har, lést á Landspítalanum í Fossvogi 23. nóvember. Hún var 89 ára.

Halla Har

Halla fæddist 1. nóvember 1934 á Siglufirði og ólst þar upp en foreldrar hennar voru Guðrún Brynjólfsdóttir og Haraldur Sölvason.

Átti hún langan og afar farsælan feril sem gler- og myndlistakona en hún var einstaklega iðin við list sína. Halla Har nam við Handíða- og myndlistarskóla Íslands en listmálarinn Erró var hennar aðalkennari þar. Um tíma bjó hún í Danmörku hvar hún vann með hinum fræga danska listamanni S. Edsberg.

Fram kemur í andlátstilkynningu Mbl.is að Halla hafi þróað fyrsta bréf-mósaíkverk sitt, undir handleiðslu Errós en þar málaði hún pappír í mismunandi litum og reif svo niður í litla búta. Tækni þessi í listsköpun var einstök og varð vörumerki Höllu.

Þá komst Halla Har á blað íslenskrar listasögu er hún hélt, fyrst kvenna, einkasýningu á Kjarvalsstöðum 1975. Þá var hún einnig fyrsta konan sem hélt einkasýningu á Suðurnesjum og var fyrst kvenna kosin bæjarlistamaður Keflavíkur.

Halla var afar stórvirkur listamaður en listaverk hennar prýða fjölmargar kirkjur landsins. Var hún jafnvíg á gler- og myndlist en víða má finna listaverk hennar á einkaheimilum sem og á opinberum stöðum.

- Auglýsing -

Eiginmaður Höllu var Hjálmar Stefánsson, útibússtjóri Landsbankans í Sandgerði en þau eignuðust þrjá syni, þá Har­ald Gunn­ar hljómlist­ar­mann, Þór­ar­inn flug­stjóra og Stefán lækni, sem nú er lát­inn. Af­kom­end­ur Höllu og Hjálm­ars eru 16 tals­ins.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -