Föstudagur 13. september, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hvetur fólk til að styrkja særðan Gazabúa: „Alheimurinn mun greiða þér það margfalt til baka“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Bragi Páll Sigurðarsson hvetur fólk til þess að leggja fé í að bjarga ungum hjúkrunarfræðinema, sem nú liggur illa slasaður á Gaza.

Rithöfundurinn Bragi Páll Sigurðarsson hvatti fólk í dag, á Facebook, að leggja til fé svo hægt verði að bjarga ungum manni sem þjáist af alvarlegum mænuskaða sem hann hlaut áður en stríðið braust út á Gaza 7. október.. Stofnuð hefur verið GofundMe síða til styrktar manninum unga.

Færslu Braga Páls má lesa hér:

„Þessi ungi hjúkrunarfræðinemi liggur nú á Gaza með alvarlegan mænuskaða. Hann þarf lífsnauðsynlega að komast til Egyptalands undir læknishendur. Ásamt fjölskyldu sinni stendur hann jafnframt frammi fyrir hungursneyð, ofan í stanslausar sprengjuárás og hvínandi byssukúlur leyniskyttna sem virðast sérstaklega gjarna á að rata í höfuð ungra barna.

Ef þú ert aflögufær, gefðu Ahmad von um betra líf og öryggi fyrir fjölskyldu hans. Alheimurinn mun greiða þér það margfalt til baka.“

Hjúkrunarneminn Ahmed

Á söfnunarsíðu mannsins, sem heitir Ahmed Altwil, segir hann meðal annars: „Ég heiti Ahmed Altwil, en með mikilli sorg og enn meiri sársauka sendi ég þér í dag brýnt ákall fyrir hönd syrgjandi fjölskyldu minnar um að endurvekja lítinn hluta þeirrar vonar sem við höfum misst vegna þessa óréttláta og harða stríðs. Ég sendi bæn mína til þín frá hjarta Gaza, á meðan ég er í djúpu þunglyndi og sársauka eftir að hafa misst allt: heimili okkar, öryggi okkar og marga drauma og vonir. Um mig: Ég er Ahmed, 23 ára, söngvari og gítarleikari og elska lífið. Ég lærði hjúkrunarfræði við Al-Aqsa háskólann og var á síðasta ári námsins  þegar þetta harða stríð hófst og eyðilagði allt. Fyrir stríð þjáðist ég af alvarlegum mænuskaða og fór í aðgerð en hún var ekki framkvæmd sem skyldi og hafði áhrif á skyn- og hreyfivirkni í hægri fæti. Ég var í sjúkraþjálfun til að lina þann mikla sársauka sem næstum drap mig. Í stríðinu versnuðu meiðsl mín umtalsvert vegna þess að ég hef þurft að ganga með vatnstanka langar leiðir til að útvega drykkjarvatn fyrir mig og fjölskyldu mína og bera marga þunga hluti. Vegna þess að ég ber meira en hryggurinn minn þolir, hafa meiðslin versnað og verkurinn hefur aukist og ég verð að fara til Egyptalands í aðgerð til að taka á þessu vandamáli.“

Fjölskylda Ahmed samanstendur af sjö karlmönnum og fjórum konum. Faðir hans, sem var alltaf helsta fyrirvinna fjölskyldunnar var að sögn Ahmeds handtekinn af ísraelsku lögreglunni eftir 7. október og mátti sæta harðræði og pyntingum. Honum var svo sleppt mánuði síðar, en þá hafði hann misst helming þyngdar sinnar og segist Ahmed eiga erfitt með að horfa í augu föður síns, eftir þessar raunir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -