Miðvikudagur 21. febrúar, 2024
1.8 C
Reykjavik

Jóns er enn saknað – Fjölskyldulífið ekki átakalaust

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Föstudaginn 13. nóvember árið 1970, fór hinn 49 ára gamli Jón Reykjalín Valdimarsson, frá heimili sínu við Aðalgötu 9 í Keflavík. Enginn veit hvert ferð hans var haldið en örlagarík yrði hún þó.

Jón var fæddur í Reykjavík þann 18.ágúst árið 1921. Hann átti ekki konu né börn og bjó með móður sinni og bróður í húsinu við Aðalgötu. Hann var stór og sterklega byggður. Fjölskyldulífið var ekki átakalaust. Helgi, bróðir Jóns, hafði verið handtekinn fyrir að ráðast á bróður sinn með hníf.

Jón sneri ekki aftur heim. Þremur dögum eftir hvarf hans var birt frétt í dagblaðinu Vísi þar sem lýst var eftir honum;

Um 80 manna leitarflokkur úr björgunarsveitum og hjálparsveit skáta í Keflavík leitaði í gærdag 49 ára gamals manns, sem ekkert hefur spurzt til síðan hann fór að heiman frá sér úr Keflavík siðdegis á föstudag.

Leit hófst i gær og var leitað daginn allan í Keflavík, Njarðvík  og um nágrennið, en án árangurs. Fundust ekki nokkur merki þéss, hvert maðurinn hefur farið.

Maðurinn heitir Jón Reykjalín Valdimarsson, og var hann klæddur brúnum vinnubuxum, bláum „vatt“jakka og í svörtum lágskóm, þegar hann fór að heiman. Ef einhverjir hafa orðið ferða hans varir, eru þeir beðnir um að gera lögreglunni viðvart

- Auglýsing -

 

Kafað var við bryggjur og allstaðar leitað Jóns, leitin bar engan árangur. Nokkrir sögðust hafa séð til hans og margar tilgátur urðu um hvað hafi getað komið fyrir. Þeir bræður áttu stirt samband en aldrei leiddi rannsókn í ljós að neitt saknæmt hafi orðið. Jóns er enn saknað.

 

- Auglýsing -

Heimildir fengnar úr bókinni Saknað: Íslensk Mannshvörf eftir Bjarka H. Hall.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -