Miðvikudagur 27. mars, 2024
4.8 C
Reykjavik

Kveiktu ítrekað í fjölbýlishúsum í Breiðholti – Stefndu lífi 80 íbúa í hættu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Miðvikudaginn 21. mars árið 2001 játuðu tveir menn, 18 og 20 ára, á sig endurteknar íkveikjur í Reykjavík. Voru þeir taldir hafa stofnað lífi 79 manns í hættu ásamt því að valda talsverðu eignartjóni.

Mennirnir voru ákærðir fyrir þrjár íkveikjur, allar í Breiðholti. Ein þeirra var í stigagangi þar sem annar mannana bjó, önnur var við hlið heimili hins. Þriðja sakagiftin og jafnframt sú alvarlegasta voru þær að mennirnir helltu bensíni og lögðu eld að teppi stigagangs fjölbýlishúss við Flúðasel 40. Átti þetta sér stað fimmtudaginn 2.nóvember árið 2000, í húsinu voru 22 íbúar og flestir þeirra sofandi. Mikill eldur geysti áður en hann slökknaði vegna súrefnisskorts. Seinna sömu nótt héldu mennirnir að Völvufelli 48 þar sem þeir kveiktu í sorpgeymslu, þar voru 24 íbúar sofandi. Heppilega var eldurinn fljótt uppgvötaður og slökktur af slökkviliði. Þremur vikum eftir íkveikjurnar tvær helltu mennirnir tveir bensíni í ruslatunnu við Völvufell 21, þar kveiktu þeir enn annan eldinn og stofnuðu lífi 33 íbúa í hættu.

Mennirnir voru einnig ákærðir fyrir eignaspjöll sem áttu sér stað í október sama ár. Við Vesturberg 11 í Breiðholti brutust þeir inn í símatengiskáp og skemmdu þar kaðla. Tveimur vikum síðar fóru þeir aftur að sama skáp og kveiktu í honum. Samtals námu skaðabótakröfur á hendur mönnunum 4,2 milljónum króna. Ákæran var borin undir mennina í fimm liðum, þeir játuðu öll brotin.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -