Fimmtudagur 16. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Kyndarinn sem hvarf í hafið: „Bið guð að launa þessu velgjörðafólki okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þann 9. mars árið 1933 gerði áhöfnin á Arinbirni Hersi sig tilbúna að leggja af stað til fiskveiða frá Reykjavík og virtist allt með felldu. Lagðist báturinn því frá bryggju en þegar hann var kominn rétt út fyrir hafnarminnið kom í ljós að annar kyndaranna var ekki í bátnum.

Áhafnarmeðlimir Arinbjarnar Hersis höfðu séð Kjartan Vigfús Kjartansson, kyndara, rétt áður en skipið lagði af stað en ekkert eftir það. Um leið og menn áttuðu sig á málinu snéri báturinn við. Hinn fjögra barna faðir fannst aldrei aftur en var talinn hafa fallið í sjóinn og drukknað.

Hér má sjá stutta umfjöllun Morgunblaðsins frá 1933, um slysið:

Togarinn Arinbjörn hersir fór héðan snemma í gærmorgun, en þegar hann var rétt kominn út fyrir hafnarmynnið var saknað annars kyndarans, Kjartans Vigfússonar og mun hann hafa fallið fyrir borð og drukknað.—Sást hann skömmu j áður ganga aftur á skipið. — Skipið sneri aftur og skipstjóri tilkynti lögreglunni slysið, og hélt því næst á veiðar. Kjartan átti heima á Óðinsgötu 24, var 37 ára að aldri og lætur eftir sig konu og fjögur börn.

Áhöfnin á Arinbirni Hersi ásamt fleirum sýndu ekkju Kjartans, Þosteinu Árnadóttur, hlýhug og samúð vegna andláts Kjartans en hún þakkaði þeim fyrir í þakkarávarpi í Vísi. 

Þakkarávarp

- Auglýsing -

Hjartans þakkir færi eg skipshöfninni á Arinbirni hersi, ásamt öllum þeim, sem styrkt hafa mig með gjöfum og sýnt mér samúð, við hið sviplega fráfall mannsins míns og föður, Kjartans Vigfússonar, og bið guð að launa þessu velgjörðafólki okkar. Reykjavik, 8. júní 1933. Þorsteina Árnadóttir og börn. 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -