Miðvikudagur 17. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Lesendur telja ekki nóg að leggja niður Bankasýsluna: Yfir 90 prósent vilja láta ganga lengra

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf spurði lesendur á dögunum um álit þeirra á aðgerðum ríkisstjórnarinnar eftir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hávær gagnrýni hefur heyrst úr öllum áttum vegna þess hvernig staðið var að sölunni og hvaða fjárfestar fengu að taka þátt. Auk þess hefur verið tekist á um verðið sem fjárfestunum bauðst, en þeir fengu allir að kaupa á afsláttarkjörum, sama hvort um væri að ræða stóra eða minni fjárfesta; stönduga eða með vafasama viðskiptasögu.

Ríkisstjórnin tilkynnti í framhaldinu að til stæði að leggja til við Alþingi að Bankasýslan, sem annaðist framkvæmd sölunnar, yrði lögð niður. Þau Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og Bjarni Benediksson, fjármálaráðherra, hafa bæði sagt gagnrýni snúa að framkvæmd og útfærslu uppboðsins og benda á Bankasýsluna í þeim efnum.

Mannlíf setti því upp skoðanakönnun fyrir lesendur. Spurt var: „Er nóg að leggja niður Bankasýsluna?“

Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar í dag kemur í ljós að rúmlega 91 prósent svarar neitandi og segir að ganga þurfi lengra í málinu. Einungis tæp 8 prósent segja þær aðgerðir að leggja niður Bankasýsluna vegna málsins duga til.

Það er svo aðeins innan við 1 prósent sem segist ekki viss.

 

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -