Föstudagur 26. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Lífsreynsla karla gerði Jóhönnu orðlausa – „Þeir kjósa frekar að fela sársauka sinn‘‘

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér finnst dálítið grunsamlegt hvað íslenskir karlmenn hafa gert lítið að því að ræða tilfinningamál sín, miðað við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar,‘‘ sagði Jóhanna Sveinsdóttir í viðtali við DV. Viðtalið birtist þann 19.október árið 1985 en hafði Jóhanna nýlega lokið við að skrifa bók um tilfinningalíf karlmanna. Bókin fékk nafnið Íslenskir elskhugar en viðtalið hlaut töluverða athygli á sínum tíma. Jóhanna sagði í viðtalinu að margir hafi í fyrstu misskilið um hvað bókin fjallaði og sumir hafi trúað því að hún væri einungis að skrifa um kynlíf íslenskra karlmanna. Um þá karlmenn sem göntuðust með skrif Jóhönnu sagði hún; „Þetta eru kannski þeir menn sem springa með hvað mestum látum drukknir eða við annarlegar aðstæður. Þessi viðbrögð segja meira um þá sjálfa en mína bók.” Jóhanna tók viðtöl við 18 karlmenn á aldrinum 20—75 ára. Spurði hún um tilfinningar þeirra vítt og breitt, ástina, vináttuna, kynhlutverk og karlmennsku. Auk þess spurði hún um afstöðu þeirra til jafnréttisbaráttu kvenna og sagði hún ekki hafa verið annað hægt en að minnast á kynlífið. Aðspurð hvernig hafi gengið að fá menn til þess að taka viðtölin við sagði hún færri hafa komist að en vildu.

„Þeir kjósa frekar að fela sársauka sinn undir kaldranalegum eða hálfkæringslegum hjúpi. Oft þarf aðstoð Bakkusar til að þessi hjúpur rofni og þá með býsna ofsafengnum hætti. Þar fyrir utan hefur brennivínið verið alltof snar þáttur í íslenskri erótík. Einn viðmælandi minn orðar þetta þannig að íslenska þjóðin þurfi ákveðið magn af brennivíni til að viðurkenna að hún hafi náttúrulegar kenndir. Þessi maður, sem er á miðjum aldri og bjó lengi á meginlandi Evrópu, kvartar líka undan því að siðferðisstaðall íslensks kvenfólks sé miklu lægri en á meginlandi Evrópu. Hér séu konur til í tuskið en á lítt sjarmerandi hátt: í pörunarleikjum kynjanna þurfi menn helst að drekka hálfa flösku af brennivíni og troða hálfri gulrót upp í konuna til að sjá sama ástríðu glampann í augum hennar og edrú kynsystur hennar suður í álfu á rómantískristund. Ekki legg ég dóm á þetta fremur en annað en það þarf engum að koma á óvart að brennivínsdrykkja komi talsvert við sögu í frásögnum viðmælendanna,” sagði Jóhanna.

Sagði hún að ýmislegt af lífsreynslu þeirra, ekki síst úr uppeldinu, hafi gert hana orðlausa. Karlmenn sem höfðu farið í háskólanám áttu erfiðara með að vera einlægir en hinir. Aðspurð hvers vegna hún hafi ekki skrifað bók um tilfinningar íslenskra kvenna sagði hún; „Ég held að þær séu fullfærar um það sjálfar. En mér þótti meðbræður mínir örlítið hjálparþurfi í þessum efnum og því gaf ég þeim orðið. En þessi bók afsannar að mínu mati þá ranghugmynd að íslenskir karlmenn geti ekki talað um tilfinningar sínar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -