Miðvikudagur 17. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Mikið um pöddufullt fólk í nótt – Þrír vopnaðir hnífum í slagsmálum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ef hægt er að segja að eitthvað eitt ákveðið hafi einkennt nóttina á höfuðborgarsvæðinu væri það ölvun og það mikil ölvun.

Í miðbæ Reykjavíkur var tilkynnt um þrjá aðila sem vopnaðir voru hnífum í slagsmálum en þeir voru á brott er lögreglan mætti á staðinn og fundust ekki.

Tveir aðilar voru handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna þess að þeir gátu ekki framvísað skilríkjum eða gert grein fyrir sér. Eru þeir grunaðir um ólöglega dvöl hér á landi.

Eigendur þriggja skemmtistaða í miðborginni eiga von á kæru þar sem dyraverðir voru ekki með réttindi eða þeir voru of fáir.

Og þá að blessaðri drykkjunni. Pöddufullur aðili í miðborginni fékk gistingu í fangaklefa lögreglu þar sem hann stóð ekki í lappirnar og átti ekki í nein hús að vernda. Annar moldfullur aðili fékk aðstoð lögreglu þar sem hann gat ekki með nokkru móti gengið og var honum skutlað heim. Í hverfi 105 var moldfullur einstaklingi komið í húsaskjól þar sem hann var ósjálfbjarga. Þá var stjörnufull kona til vandræða fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Var henni ekið til síns heima þar sem engar líkur á því að hún myndi koma sér heim hjálparlaust. Þá voru afskipti höfð af rokfullu ungmenni fyrir utan skemmtistað í miðborginni en ungmennið var flutt á lögreglustöð þar sem foreldrar þess náðu í það. Aukreitis voru þó nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna gruns um ölvun.

Sautján ára unglingur var handtekinn í miðborginni þar sem hann var að tálma störf lögreglu en þegar reyndar var að ræða við hann neitaði hann að gefa upp nafn og kennitölu. Var drengurinn fluttur á lögreglu þar sem rætt var við hann, samband haft við móður hans sem sótti hann.

- Auglýsing -

Í Breiðholtinu voru skötuhjú nöppuð við að stela úr verslun en samkvæmt dagbók lögreglu var málið afgreitt með „vettvangsformi“, hvað sem það nú þýðir.

Í Kópavogshöfn var kveikt í rusli í nótt en slökkviliðið slökkti eldinn en einhverjar skemmdir urðu á landgangi sem lá út á flotabryggju.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -