Fimmtudagur 28. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Myrti konu sína eftir að hún kallaði hann vitlausu nafni í rúminu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Um hádegi sunnudaginn 1.október árið 1961 hringdi maður í sjúkrabíl vegna eiginkonu sinnar. Sjúkrabíllinn flutti konuna á Slysavarðstofuna í Reykjavík en hún var þegar látin. Líkið var farið að kólna þegar í sjúkrabílinn var komið. Miklir marblettir voru á andliti, handleggjum og brjósti konunnar ásamt nokkrum húðrispum framan á hálsi. Eiginmaður hennar játaði umsvifalaust að hafa veitt konunni þessa ávarka sem leiddu til dauða hennar.

Hjónin voru bæði 35 ára og bjuggu á Laugarnesvegi, þau áttu þrjú börn á aldrinum tveggja til sjö ára. Maðurinn starfaði sem sjómaður. Hann greindi frá því í dómstólum að samband þeirra hafi verið stormasamt, sérstaklega þegar þau voru undir áhrifum áfengis, þá hafi þau oft slegist. Nágrannar hjónanna sögðu algengt að læti bærust frá íbúð þeirra.

Maðurinn hélt því fram að í tugi skipta hafi konan ráðist á hann án þess að hann hafi snert við henni. Hann kallaði hana einnig „mjög flangsgefna“ og segir hana ítrekað hafa reynt við vini sína og skipsfélaga, hún á einnig að hafa reynt að gera hann afbrýðisamann og  jafnvel slegið hann að ástæðulausu.

Þegar heimili hjónanna var rannsakað var augljóst að átök hafi átt sér stað þar inni en mikið var af blóðblettum í stofunni og á kodda í hjónaherberginu.

Maðurinn lýsti atburðarás næturinnar. Maðurinn hafi komið heim af sjónum og konan sótt hann á hafnarbakkann. Þau voru bæði undir áhrifum áfengis þegar þau héldu heim, maðurinn lét þá börnin þeirra hafa gjafir. Þegar börnin voru sofnuð héldu hjónin áfram að drekka og fljótlega farið að rífast, ekki af neinni sérstakri ástæðu en þau rifust oft þegar vín var við hönd. Á milli rifrildana sættust þau og á einhverjum tímapunktu stunduðu þau kynlíf. Maðurinn segir konu sína hafa kallað hann öðru nafni á meðan á kynlífinu stóð og hann hafi reiðst. Þegar það gerðist svo aftur undir morgun varð hann óður og barði hana þar til hún gat ekki staðið aftur upp, hann hafi þá borið hana upp í rúm og þvegið af henni blóðið. Hann tók þá eftir því að ekki var allt með felldu, hann fékk þá pössun fyrir börnin sín, klæddi lík konunnar í föt og hringdi á sjúkrabíl.

Við krufningu komu í ljós ótrúlegir áverkar. Miklir marblettir í andliti og nánast samfellt mar undir öllu höfuðleðrinu. Marblettir á útlimum og brjósti. Þá komu í ljós þrjú brotin rifbein, tvö þeirra tvíbrotin, rifa var í þindinni en það sem orsakaði dauða konunnar var stór sprunga í lifrinni.

- Auglýsing -

Læknar furðuðu sig á því hvernig maðurinn gat veitt henni svona lagaða áverka á lifrina en þeir sjást nánast bara við alvarleg bílslys, til dæmis þegar bíll keyrir yfir mann. Þótti líklegt að maðurinn hafi stokkið af stól eða borði ofan á konuna, staðið og hoppað á henni.

Sjómaðurinn hafði oft komist í kast við lögin fyrir ýmsa smáglæpi, marga tengt ölvun. Við geðrannsókn kom í ljós að maðurinn var heill á geði og vel meðvitaður um gjörðir sínar.

Maðurinn var dæmdur í sjö ára fangelsi í héraði en Hæstiréttur mildaði dóminn í sex ár og vísaði þá til þess að maðurinn hafi verið í mikilli geðshræringu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -