Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Nemendur minnast Rósalindar rektors

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Gleymi því aldrei þegar þú komst í tíma með mér að læra um Shakespeare“

Nemendur við Háskóla Íslands minnast kattarins Rósalindar með hlýhug en hún hefur verið daglegur gestur skólans í áraraðir.

Rósalind gladdi marga nemendur með nærveru sinni: „Í fyrsta prófinu mínu í háskóla þá birtist hún allt í einu inni í prófastofunni og var andlegur stuðningur með því að strjúka sér við fæturnar mínar og fá klapp í dágóða stund! Mun alltaf helga henni ágætan árangur minn á þessu prófi“

Mynd úr Facebook hópnum Spottaði kött.

„Ég var einu sinni að labba úr Hámu á Háskólatorgi þegar ég gekk fram hjá borði þar sem sátu fjórar miðaldra konur. Á miðju borðinu lá Rósalind, alsæl. Ég er nokkuð viss um að þannig sé kattahimnaríki.“

Nemendur minnast nú Rósalindar í Facebook hópnum Spottaði kött en þar naut hún mikilla vinsæla.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -