Sunnudagur 25. febrúar, 2024
-7.2 C
Reykjavik

Reif niður 126 ára hús án leyfis: „Ekkert hægt að gera annað en það að harma að húsið er farið”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árið 1984 varð sá vandræðalegi atburður á Akureyri að friðað hús var rifið, án vitundar bæjaryfirvalda.

Húsið var það elsta á Oddeyrinni á Akureyri en það var kallað Gamli Lundur og var 126 ára gamalt. Þar hafði lengi verið búið en síðustu ár þess hafði járnsmíðaverkstæði verið starfrægt þar. Bæjaryfirvöld höfðu friðað húsið en trésmíðameistarinn Jón Gíslason keypti húsið 1983. Lét hann rífa það án samráðs við bæjaryfirvöld eða Húsfriðunarnefnd ríkisins.

DV fjallaði um málið 4. júlí 1984:

FRIÐAÐA HÚSIÐ FÓR Á HAUGANA

Elsta hús á Oddeyrinni á Akureyri hefur verið rifið og því ekið á haugana. Húsið var friðað í B-flokki en hvarf þrátt fyrir það án þess að bæjaryfirvöld eða Húsfriðunarnefnd ríkisins hefðu hugmynd um. Gamli Lundur var þetta hús kallað og stóð við Eiðsvallagötu. Húsið var 126 ára gamalt og lengi búið í því en hin seinni ár rekið þar járnsmíðaverkstæði í fyrra keypti Jón Gíslason trésmíðameistari húsið af Akureyrarbæ. Hann sagði að bæjaryfirvöld hefðu vel vitað að ekkert nýtilegt var í húsinu. Það hefði verið dómur sérfróðra manna. Jón sagðist hafa mælt húsið nákvæmlega áður en hann reif það, reyndar hefði verið búið að færa það af grunninum fyrir nokkru. Tvisvar sagðist hann hafa leitað til þjóðminjavarðar um að senda menn til að líta á húsið en þeir hefðu aldrei komið. Það hefði því ekki verið um annað að ræða en rífa húsið sem lika hefði verið eina leiðin til að komast að því hvernig það var byggt. Hann ætlar að byggja nýtt hús nákvæmlega eins og það gamla en ekki er ákveðið tU hvers það verður notað. Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarstjórnar, á sæti í byggingarnefnd bæjarins. Hún staðfesti að nefndin hefði aldrei fengið erindi um niðurrif Gamla Lundar, né stjórn Húsfriðunarsjóðs. Í þessu máli hefði verið eðlilegast að leita tfl bæjaryfirvalda eða Húsafriðunarnefndar ríkisins. „En úr því sem komið er verður að gera sem best úr öllu,” sagði Sigfríður. „Það er ekkert hægt að gera annað en það að harma að húsið er farið,” sagði Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi. Hann sagði að ljóst hefði verið að húsið var ónýtt en rétta leiðin hefði verið að leita formlega eftir niðurrifi. Byggingarnefnd yrði gerð grein fyrir málinu innan tíðar, sagði hann, en ljóst að lítið væri hægt að hafast að. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -