Sunnudagur 10. nóvember, 2024
9.8 C
Reykjavik

Sigurlaug segir átakanlega sögu sína: „Það er eitthvað að gerast! Líttu í augun á henni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég var flutt á bráðamóttöku en vegna anna þá var ég látin bíða. Eins og stendur í skýrslunum; ég var mjög slöpp en leit ekki út fyrir að vera bráðveik. Ég var þarna inni í herbergi í um 45 mínútur. Eftir að ég kom þarna hrakaði mér mjög hratt. Ég man illa eftir þessu, var bara ísköld og það perlaði af mér svitinn og ég var með mjög háan hita og ég datt úr á milli orða og þetta er svona allt að því draumkennd minning að hugsa til baka. Ég man að þeir reyndu að gefa mér súrefni en hélt persónulega að þeir ætluðu að fara að kæfa mig þannig að ég barðist bara um. Ég var náttúrlega bara með óráði,“ Segir Sigurlaug í viðtali í nýju helgarblaði Mannlífs.

Ljósmynd:Kazuma Takigawa

Sigurlaug Helga var sett í einskonar plastkassa sem þjónaði því hlutverki að koma í hana súrefni. Í þeim kassa var hún flutt til myndatöku á lungum. Fyrir myndatökuna töldu læknar að lungun hefðu fallið saman en hún leiddi það í ljós að lungun voru orðin hvít. Hún var komin með bakteríulungnabólgu ofan í Covid-19 lungnabólguna og var komin í bráða öndunarbilun sem telst lífshættulegt ástand. Það síðasta sem hún man voru raddir fólksins sem var að flytja hana á gjörgæsludeild.

Hún heyrir kvenmannsrödd segja „Það er eitthvað að gerast! Líttu í augun á henni“. Viðtalið má lesa í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -