• Orðrómur

Skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um 1.243 á tæpu ári

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Skráðum í þjóðkirkjuna fækkar og nýtt trúfélag lítur dagsins ljós.

 

Alls hefur skráðum í þjóðkirkjuna fækkað um 1.243 manns á tímabilinu frá 1. desember á síðasta ári til 1. nóvember.  Nú eru 231.429 einstaklingar skráðir í þjóðkirkjuna. Þetta kemur fram í grein um skráningar í trú- og lífsskoðunarfélög á vef Þjóðskrár Íslands.

Í greininni kemur einnig fram að fjölgun er mest í kaþólska söfnuðinum og í Siðmennt -félag siðrænna húmanista á Íslandi.

- Auglýsing -

Á tímabilinu frá 1. desember á síðasta ári til 1. nóvember fjölgaði í kaþólska söfnuðinum um 602 manns eða um 4,3% og í Siðmennt um 526 manns eða um 18,7%. Aukning var einnig í Ásatrúarfélaginu eða um 255 manns sem er 5,8% fjölgun.

Nýtt trú- og lífsskoðunarfélag var skráð í október, það fimmtugasta sem skráð er hér á landi. Það er Demantsleið búddismans, níu einstaklingar eru skráðir í það félagið.

Þess má geta að alls voru 25.785 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga þann 1. nóvember.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Ævareiður prestur í Skálholti

OrðrómurBænabréf, sem skilið var eftir í kór Skálholtskirkju vegna þeirrar ákvörðunar kirkjuráðs og Kristjáns Björnssonar vígslubiskups að...

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -