Fimmtudagur 20. júní, 2024
8.8 C
Reykjavik

Sveinn er ástar- og kynlífsfíkill sem býr í hjólhýsi í Laugardalnum: „Ástarfíkn er krabbamein“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leiðsögumaðurinn Sveinn Snorri Sighvatsson heldur úti hlaðvarpinu 180 með Lindu og Svenna.

Sveinn var nýverið gestur Heimilislífs og gaf hlustendum aðgöngumiða inn í líf sitt.

Núna býr Sveinn í hjólhýsi í Laugardalnum. Hann er ánægður með það; valdi sér það sjálfur.

Hann segist hafa orðið leiður á því að borga 300 þúsund krónur í mánaðarleigu og setti sér það markmið að leggja frekar aurinn til hliðar.

Sveinn er athyglisverður maður.

Hann hefur síðustu tíu árin unnið mikið í sjálfum sér, en Sveinn er haldinn ástar- og kynlífsfíkn.

- Auglýsing -

Og eins og það sé ekki nóg, þá glímir Sveinn einnig við matarfíkn.

Leiðsögumaðurinn segir að ástar- og kynlífsfíknin hafi haft þá birtingarmynd að hann var einfaldlega sjúkur í konur; varð að vera í sambandi; gat ekki verið einn:

„Ég var heltekinn af konum – þessi ástarfíkn er krabbamein,“ sagði hann og bætti við:

- Auglýsing -

„Ég var með þráhyggju fyrir samböndum.“

Sveinn er klár á því að enginn útskrifist og hætti einfaldlega að vera með ástar- og kynlífsfíkn, matarfíkn eða aðra fíkn, heldur sé þetta stöðug vinna til að viðhalda jafnvægi í lífinu. Sveinn segir að lokum að hann hafi náð að koma sér upp rútínu sem virkar fyrir hann; hjálpar honum að lifa með fíkninni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -