Þriðjudagur 21. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Tveir lögreglumenn í Reykjavík gerðust ítrekað brotlegir í starfi: Dæmdir í skilorðsbundið fangelsi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki er óþekkt að lögreglumenn jafnt sem aðrir gerist brotlegir í starfi. Mál af þeim toga rata ekki alltaf í dómsal. Tveir lögreglumenn sátu þó undir kæru fyrir fimm brot í starfi, með því að hafa meðal annars notast við táragas að óþarfa og síðan logið til um aðstæður í skýrslu til að réttlæta brot sín.

 „Tveir lögreglumenn í Reykjavík hafa verið ákærðir fyrir fimm saknæm brot í starfi. Öðrum þeirra er gefið að sök að hafa fjórum sinnum átt þátt í brotunum en í það fimmta er hinn m.a. ákærður fyrir að skrá ranglega að „mikil múgæsing hafi myndast á vettvangi“ til að réttlæta að nauðsynlegt hefði verið að nota úðavopn (mace) til þess að lögregla kæmist af vettvangi.

Annar lögreglumannanna lýsti því yfir fyrir dómi í gær að um 300 lögreglumenn biðu niðurstöðu í þessu dómsmáli því mætti búast við að fjöldi lögreglumanna myndi mæta þegar réttað yrði með viðeigandi yfirheyrslum. Var látið í það skína, þegar málið var tekið fyrir í gær, að ekki yrði nægilegt rými fyrir tilheyrendur í komandi réttarhöldum sem fara fram þann 7. október,“ segir í frétt DV frá árinu 2003

Ríkissaksóknari var með mál mannana til rannsóknar í nokkra mánuði áður en ákæra var gefin út.

Mennirnir voru sagðir hafa beitt ólöglegum handtökum, falsað skýrslur og gerst brotlegir í opinberu starfi. Brotaþolar í málinu voru þrír.

Annar mannana var ákærður fyrir að handtaka og færa 23 ára mann í fangaklefa á Hverfisgötu, án ástæðu né heimildar.

- Auglýsing -

Næstu nótt voru mennirnir tveir sem ákærðir voru, saman á Tryggvagötu. Þar handtóku þeir 32 ára karlmann og færðu hann á lögreglustöðina, án nægilegra ástæðna.

Þriðja brotið varð í sama máli, annar lögreglumannana skráði rangar upplýsingar við skýrslugerð:

„Þar hafi hann skráð að mikil múgæsing hafi myndast á vettvangi, ástandið verið mjög eldfimt og að notkun úðavopns hafi verið nauðsynleg til að lögregla kæmist af vettvangi án þess að til frekari átaka kæmi.“

- Auglýsing -

Í fjórða málinu var annar mannanna kærður fyrir að hafa notað úðavopn á 31 árs karlmann, án nægilegs tilefnis. Þá hafi hann skráð rangar upplýsingar í skýrslu.

Mönnunum var báðum sagt upp störfum um leið og rannsókn á þeim hófst.

Þeir voru síðar dæmdir skilorðsbundið fangelsi, annar þeirra í fimm mánuði og hinn í þrjá mánuði.

Einnig var þeim gert að greiða einum mannanna sem þeir handtóku 100 þúsund krónur í bætur og 60 þúsund krónur fyrir málskostnaði mannsins.

Þá voru þeir dæmdir til að greiða verjendum sínum 700 þúsund krónur í málsvarnarlaun.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -