Þriðjudagur 16. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Íslendingur kom upp um rússneska njósnara: „Tveir af njósnurum erlends stórveldis stóðu afhjúpaðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Styrmir Gunnarsson heitinn er ekki eini njósnari Íslandssögunnar. Á meðan Styrmir njósnaði um vinstrisinnaða Íslendinga fyrir Bandaríkin og Sjálfstæðisflokkinn, reyndu Sovíetmenn að fá Ragnar nokkurn Gunnarsson til lags við sig. Árið 1962 hafði Ragnar samband við lögregluna og tjáði þeim frá því að Sovíetmenn væru að biðja hann um að gerast njósnari í þeirra þágu. Við tók reyfarakennd atburðarás sem varð til þess að tveir njósnarar frá Sovéska sendiráðinu voru reknir frá landinu með skömm.

Morgunblaðið fjallaði um málið fyrst allra og gerði það ítarlega. Hér er brot úr fyrstu fréttinni frá þeim um málið, þann 27. febrúar 1962:

„TVEIR RÚSSNESKIR SENDIRÁÐSSTARFSMENN hafa verið staðnir að verki við njósnastarfsemi hér á landi. Reyndu þeir að fá íslending, sem fyrir nokkrum árum var boðið til Rússlands í æskulýðssendinefnd og hefur verið flokksbundinn kommúnisti, til að njósna fyrir sig. Þegar hann sá að ætlazt var til landráðastarfsemi af honum, gaf hann sig fram við lögregluna og aðstoðaði hana við að upplýsa málið. RÚSSARNIR ætluðu að bera fé á íslendinginn, Ragnar Gunnarsson, til þess að fá hann í sína þjónustu og höfðu mestan áhuga á Keflavíkurflugvelli og mannvirkjum varnarliðsins. HINUM rússnesku sendiráðsmönnum hefur að sjálfsögðu verið vísað úr landi, og hafa fregnir af atburði þessum vakið geysiathygli. Í gærkvöldi skýrðu helztu fréttastofnanir og útvarpsstöðvar rækilega frá þessari njósnastarfsemi.

 

Njósnararnir í sendiráðsbílnum
Ljósmynd: Vísir

Njósnirnar beindust m.a. að Keflavíkurflugvelli.

Bréf dómsmálaráðuneytisins til utanríkisráðuneytisins:

- Auglýsing -

Hér með sendist utanríkisráðuneytinu yfirlitsskýrsla, varðandi tilraunir tveggja starfsmanna
sendiráðs Sovétríkjanna hér í borg til þess að fá íslenzkan ríkisfoorgara til að starfa að njósnum fyrir þá hér á landi. Svo sem sjá má af skýrslu þessari hafa umræddir starfsmenn,
Lev Kisilev, 2. sendiráðsritari, og Lev Dimitriev, sendiráðsstarfsmaður, leitað til íslenzks manns, Ragnars Gunnarssonar, Reykjavöllum í Mosfellssveit, og falið honum upplýsingasöfnun sem fram hefir átt að fara með leynd, og greitt honum peninga, að því er aetla verður í því skyni að fá hann til að halda áfram slíkri starfsemi. Ennfremur kemur fram af skýrslunni að upplýsinga söfnun þessari er m.a. beint að Keflavíkurflugvelli og að starfsmönnum á flugvellinum, sem jafnframt er varnarstöð samkv. varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna og á vegum Atlantshafsbandalagsins, sem ísland er aðili að. Atferli þetta er sannað með framburði hins íslenzka aðila og staðfest með framburði lögreglumanna, er í eitt sinn voru áheyrendur að viðræðum hans við hlut aðeigandi sendiráðsstarfsmenn, og ennfremur er stuðst við fleiri gögn. Atferli slíkt, sem hinum erlendu sendiráðsstarfsmönnum hér er borið á brýn, mundi, ef hlutaðeigendur heyrðu undir íslenzka lögsögu, verða heimfært undir 93. grein almennra hegningarlaga. Er málefni þetta hér með falið utanríkisráðuneytinu til viðeigandi meðferðar.“

Af hverju Ragnar?

En hver var Ragnar Gunnarsson og af hverju höfðu Rússarnir svona mikinn áhuga á honum? Ragnar var félagi í Menningarsambandi Íslands og Ráðstjórnarríkjanna, MÍR, og  hann var fyrrverandi stjórnarmaður í Dagsbrún sem og félagi í Sósíalistaflokknum. Í viðtali við Morgunblaðið sagði hann frá kynnum sínum af Rússunum og útskýrði ástæðuna fyrir því að þeir höfðu áhuga á að fá aðstoð hans við njósnir. Þar kom fram að vegna þess að hefði verið félagi í Sósíalistaflokknum og árið 1953 var honum boðið til Rússlands á vegum Andfasistanefnd Sovétæskulýðsins eins og hún kallaðist. Í þeirri ferð kynntist hann túlki að nafni Júrí Stepanovitstj en ættarnafnið fékk hann aldrei. Sá var líklega njósnari því sex árum síðar bankaði sendiráðsritari sovéska sendiráðsins á dyr heima hjá Ragnari og sagðist vilja bera honum kveðju frá Júrí. Við tók sífelldar hringingar og heimsóknir sendiráðsritarans til Ragnar þar sem hann nauðaði ítrekað í honum að útvega  Sovétmönnum hinar ýmsu upplýsingar. Sá maður fór að endingu aftur til Rússlands en annar maður tók stöðu hans innan sendiráðsins, maður að nafni Leb Kisilev. Með á fundum þeirra Ragnars var annar starfsmaður sendiráðsins, túlkurinn Leb Dimitriev.

- Auglýsing -
Njósnararnir í haldi lögreglunnar.
Ljósmynd: Morgunblaðið

Bond-leg handtaka

Fengu Rússarnir tveir Ragnar til þess að afla upplýsinga um fólkið sem bjó á móti Kisilev, á Ránargötu 22 því Rússanum grunaði að það fólk væri að njósna um hann. Ekki gat Ragnar séð að þær grunsemdir ættu við rök að styðjast. að fá upplýsingar um mögulegar fyrirætlanir Bandaríkjamanna á að byggja kafbátastöð við Íslands. Þá vildi hann að Ragnar kæmist yfir upplýsingar um Keflavíkurflugvöll og svæði varnarliðsins.  Ragnari leyst ekki á blikuna og hafði samband við lögregluna, sem plottaði handtöku á tveimur starfsmönnum sendiráðs Sovíetríkjanna.

Lögreglumennirnir földu sig meðal annars bakvið þennan steypta vegg með talstöðvar og mótorhjól og biðu færis.
Ljósmynd: Morgunblaðið

Hér kemur lýsing Morgunblaðsins á Bond-legri handtökunni:

„LÖGREGLAN hafði mikinn viðbúnað fyrir fund rússnesku njósnaranna, Kisilevs og Dimitrievs við Ragnar Gunnarsson ,sl. mánudagskvöld. Stefnumótið hafði verið ákveðið kl. 8,30 um kvöldið á vegamótum Úlfarsfellsvegar og Hafravatnsvegar. Ákveðið hafði verið, að þetta kvöld skyldu Rússarnir afhjúpaðir, hvernig sem fundi þeirra og Ragnars lyktaði. Þegar klukkan 7 um kvöldið, 1 og 1/2 klukkustund áður en stefnumótið átti að vera, höfðu lögreglumenn tekið sér varðstöðu við öll vegamót á Hafravatnssvæðinu. Lögreglumennirnir, yfir 20 í allt, höfðu samband sín á milli í talstöðvum. Þeir leyndust bak við gamla bragga, í
húsarústum eða voru í hvarfi við hóla. Í grenndinni var yfirsakadómarinn og lögreglustjórinn í bifreið og fylgdust þeir með öllu, sem fram fór. Allt fór fram eins og áætlað hafði verið. Rússarnir komu á tilsettum tíma, og annar þeirra fór upp í bíl
Ragnars. En bak við framsætið leyndust tveir rannsóknarlögreglumenn. — Þeir höfðu einnig talstöð. Á þeirri stundu, sem Rússinn tók eftir Iögreglumönnunum í bílnum, var leiknum lokið. Þeir gerðu þegar viðvart í talstöðina og lögreglubílar komu á fullri ferð úr öllum
áttum. Þannig lauk ævintýralegasta njósnamáli, sem uppvíst hefur orðið um á íslandi.
Tveir af njósnurum erlends stórveldis stóðu afhjúpaðir.“

 

Kort sem sýnir ferðir Rússanna á leynifundinn.
Teikning: Morgunblaðið

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -